Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentHversu óvænt er tap Rousey í sögulegu samhengi?

Hversu óvænt er tap Rousey í sögulegu samhengi?

Nov 15, 2015; Melbourne, Australia; Holly Holm (blue gloves) celebrates after defeating Ronda Rousey (not pictured) during UFC 193 at Etihad Stadium. Mandatory Credit: Matt Roberts-USA TODAY Sports ORG XMIT: USATSI-256554 ORIG FILE ID: 20151114_jel_rb8_084.jpg

Sigur Holly Holm gegn Rondu Rousey síðastliðinn laugardag var gríðarlega óvæntur. Fáir áttu von á þessu en hvernig er hið óvænta tap Rousey í sögulegu samhengi?

Við höfum áður fjallað um óvæntustu úrslit í sögu MMA í einum af fyrstu Föstudagstopplistum okkar. Í dag væri auðveldlega hægt að bæta við fyrri sigri TJ Dillashaw á Renan Barao og nú sigri Holm á listann. Áður var sigur Matt Serra á Georges St. Pierre óvæntustu úrslit í sögu MMA en sigur Holly Holm er að okkar mati óvæntari fyrir margar sakir.

Georges St. Pierre (GSP) er eitt stærsta nafnið í sögu MMA en hann var ekki eins stórt nafn þarna og Ronda Rousey er í dag. Bardaginn gegn Serra var aðeins fyrsta titilvörn hans og var hann tiltölulega óþekktur í augum almennings. Bardaginn var ekki tilkynntur í Good Morning America líkt og í tilfelli Rousey. Fyrir bardagann gegn Serra var GSP ekki í vinsælustu spjallþáttum Bandaríkjanna að auglýsa bardagann. Það var ekki GSP að þakka að Matt Serra gæti yfir höfuð barist í UFC eins og í tilfelli Holm. GSP var ekki ósigraður og hafði ekki hýst SportsCenter þáttinn, birst í WWE fjölbragðaglímunni eða gefið út metsölubók skömmu fyrir bardagann. Beyoncé hafði ekki eftir honum fræg ummæli á tónleikum sínum og hann var ekki talinn frumkvöðull í MMA.

Þetta eru allt hlutir sem Ronda Rousey hefur gert á undanförnum mánuðum. Hún er margfalt stærra nafn en GSP var þegar hann tapaði. Rousey hefur lengi verið ímynd kvenna MMA og taldi almenningur að hún væri ósigrandi. UFC 193 var einn stærsti viðburður UFC frá upphafi og sáu milljónir manna, sem fylgja alla jafnan ekki með MMA, stórstjörnuna Rondu Rousey tapa.

Ef litið er á stuðlana var stuðullinn á sigri Serra 7.00 á meðan stuðullinn á sigri Holm var á milli 6.25-8.00. Að auki var Matt Serra þekktur sem jiu-jitsu bardagamaður með höggþunga og hans sigur á GSP talinn sem slys eða hundaheppni enda vann GSP seinni bardagann með miklum yfirburðum. Holly Holm hafði yfirburði í bardaganum frá upphafi til enda.

Það er því varla ofsögum sagt að segja sigur Holly Holm á laugardaginn hafi verið sá óvæntasti í sögu MMA.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular