Thursday, April 25, 2024
HomeForsíðaHvítur á leik - hvítbeltingamót

Hvítur á leik – hvítbeltingamót

vbcLaugardaginn 26. júlí fer fram fyrsta hvítbeltingamót landsins í brasilísku jiu-jitsu (BJJ). Mótið er jafnframt frumraun æfingarfélagsins VBC í mótshaldi fyrir BJJ en þeir héldu einnig sitt fyrsta boxmót fyrr á árinu.

Eins og fram hefur komið þá er mótið aðeins ætlað hvítbeltingum í BJJ. Mótið er haldið í húsakynnum VBC að Smiðjuvegi 28, Kópavogi. Húsið opnar kl 10:00 og mótið hefst stundvíslega klukkan 11:00. Að verðlaunaafhendingu lokinni verður slegið upp í grillveislu fyrir þátttakendur og gesti.

Skráning á mótið fer fram í gegnum vbc@vbc.is og er keppnisgjald tvö þúsund krónur. Skráning verður að fara fram fyrir klukkan 22:00 þann 23. júlí. VBC hefur tjáð MMA Fréttum að unnið sé hörðum höndum að superfights fyrir keppnina. Athyglisvert verður að fylgjast með framgöngu í þeim málum.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular