Friday, March 29, 2024
HomeErlentÍ dag eru þrjú ár liðin frá því Gunnar Nelson sigraði Jorge...

Í dag eru þrjú ár liðin frá því Gunnar Nelson sigraði Jorge Santiago

Gunnar NelsonÍ dag, þann 16. febrúar, eru þrjú ár síðan Gunnar Nelson sigraði Jorge Santiago. Bardaginn fór fram á UFC bardagakvöldi í London og var þetta annar bardagi Gunnars í UFC.

Gunnar átti upphaflega að mæta Bandaríkjamanninum Justin Edwards en nokkrum vikum fyrir bardagann meiddist hann. Því þurfti, eins og svo oft áður, að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar.

Sá sem varð fyrir valinu var reynsluboltinn Jorge Santiago. Santiago var, og er enn, gólfglímuþjálfari Blackzilians í Flórída og var svart belti í brasilísku jiu-jitsu áður en Gunnar vissi hvað jiu-jitsu var.

Bardagakvöldið fór fram á Wembley Arena í London. Í aðalbardaganum mættust þeir Renan Barao og Micheal McDonald um bráðabirgðartitil bantamvigtarinnar. Barao fór með sigur af hólmi í skemmtilegum bardaga.

Bardagakvöldið þótti óvenju rólegt en níu af 12 bardögum kvöldsins fóru allar þjár loturnar. Bardagi Gunnars fór allar loturnar og var það í fyrsta sinn sem hann fór allar þrjár loturnar síðan hann barðist sinn fyrsta bardaga. Hér rifjum við upp bardagann, lotu fyrir lotu.

Gunnar fór með sigur af hólmi og var því kominn með tvo sigra í fyrstu tveimur bardögunum sínum í UFC. Til stóð að hann myndi mæta Mike Pyle í maí sama ár en Gunnar þurfti að draga sig úr bardaganum vegna hnémeiðsla.

Þetta reyndist hins vegar vera síðasti bardagi Santiago í UFC og hans næstsíðasti á ferlinum. Þessi 35 ára bardagamaður hefur nú lagt hanskana á hilluna en sést reglulega í UFC sem þjálfari bardagamanna Blackzilians.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular