Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentIan McCall mætir Neil Seery í Belfast

Ian McCall mætir Neil Seery í Belfast

ian-mccall-neil-seeryUFC var að staðfesta spennandi bardaga á bardagakvöldið í Belfast í nóvember. Gunnar Nelson mætir Dong Hyun Kim í aðalbardaganum en sama kvöld fáum við Ian McCall gegn Neil Seery.

Þetta ætti að verða afar skemmtileg viðureign í fluguvigtinni. Ian McCall hefur ekkert barist síðan í janúar 2015 er hann tapaði fyrir John Lineker. Tvívegis hefur hann misst andstæðinginn aðeins örfáum dögum fyrir bardaga sinn. Justin Scoggins var langt frá því að ná fluguvigtartakmarkinu á UFC 201 í júlí og var bardaginn felldur niður tveimur dögum fyrir bardagann. Þremur dögum fyrir bardaga Ray Borg og McCall veiktist sá fyrrnefndi og varð því ekkert af þeim bardaga. McCall getur því eflaust ekki beðið eftir því að fá að stíga í búrið eftir vonbrigði þessa árs.

McCall mætir nú Íranum Neil Seery sem er ekki þekktur fyrir að draga sig úr bardaga. Seery er vinsæll heima fyrir enda hálfgerð verkamannahetja. Meðfram bardagaferlinum starfar Seery á lager og er yfirleitt mættur aftur til vinnu á mánudeginum eftir bardaga sína í UFC.

Í gær var svo bardagi í strávigt milli Anna Elmose og Amanda Cooper staðfestur og hafa nú þrír bardagar verið staðfestir á bardagakvöldið í Belfast. Bardagakvöldið fer fram þann 19. nóvember í SSE Arena en miðasala hefst í vikunni.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular