Friday, March 29, 2024
HomeErlentJose Aldo keppir ekki - Chad Mendes og Conor McGregor berjast á...

Jose Aldo keppir ekki – Chad Mendes og Conor McGregor berjast á UFC 189

jose aldoÞað hefur nú verið staðfest að Jose Aldo keppir ekki á UFC 189 eftir allt saman. Eftir miklar vangaveltur er það nú komið í ljós að Aldo er ófær um að keppa þann 11. júlí.

Síðastliðinn fimmtudag staðfesti UFC að Jose Aldo myndi keppa. Eftir læknisskoðun töldu læknar að rifbeinið væri ekki brotið og var einungis um mar á rifbeini að ræða og eymsli á brjóski milli rifbeinanna.

Í gær, þriðjudag, ætlaði Aldo að æfa til að sjá hversu mikið hann gæti beitt sér nú þegar aðeins tíu dagar eru í bardagann. Aldo treysti sér hins vegar ekki til að æfa og hefur bardaginn því verið blásinn af.

Aldo hefur sennilega átt erfitt með að gera nokkurn skapaðan hlut á æfingum og í þannig ásigkomulagi er erfitt að skera niður – hvað þá að berjast stærsta bardaga lífs þíns. Aldo dauðlangaði að berjast við Conor McGregor en hefur því miður þurft að draga sig úr bardaganum.

Conor McGregor mun þess í stað mæta Chad Mendes um bráðabirgðartitil UFC. Chad Mendes er allt öðruvísi bardagamaður og margir telja að hann sé erfiðari andstæðingur fyrir McGregor ef litið er til stíl beggja bardagamanna.

Þetta eru mikil vonbrigði en bardagi Mendes og McGregor verður án efa frábær skemmtun einnig. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC 189 þann 11. júlí.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular