Tuesday, March 19, 2024
HomeErlentJunior dos Santos sagður hafa fallið á lyfjaprófi

Junior dos Santos sagður hafa fallið á lyfjaprófi

Junior dos Santos er sagður hafa brotið lyfjareglur USADA. Dos Santos átti að mæta Francis Ngannou í september en nú hefur sá bardagi verið felldur niður.

UFC sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld þar sem fram kom að Junior dos Santos hefði mögulega brotið lyfjareglur USADA. Dos Santos var tekinn í lyfjapróf þann 10. ágúst og hefur USADA (sem sér um öll lyfjamál UFC) fundið ónafngreint ólöglegt efni í lyfjaprófinu.

Bardagi dos Santos gegn Francis Ngannou átti að fara fram á UFC 215 þann 9. september en nú mun UFC hefja leit að nýjum andstæðingi fyrir Ngannou. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir bardagaaðdáendur enda var þetta einn af mest spennandi bardögum kvöldsins.

USADA mun ákvarða refsingu dos Santos en hann er nú kominn í tímabundið bann á meðan rannsókn stendur yfir. Junior dos Santos æfir hjá American Top Team (ATT) en hann er ekki sá fyrsti sem fellur á lyfjaprófi þar. Hector Lombard, Gleison Tibau og Hector Lombard hafa allir fallið á lyfjaprófi undanfarin ár og allir æfa þeir hjá ATT.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular