Friday, April 19, 2024
HomeErlentJustin Scoggins keppir ekki á UFC 201 á morgun

Justin Scoggins keppir ekki á UFC 201 á morgun

justin-scoggins-ufc-201-pre-videoJustin Scoggins átti að mæta Ian McCall á morgun á UFC 201. Í gærkvöldi var það hins vegar staðfest að Scoggins getur ekki keppt þar sem hann átti í töluverðu basli með niðurskurðinn.

Bardaginn átti að fara fram í 125 punda fluguvigtinni en Scoggins hætti að reyna að skera niður þegar hann var 132 pund. Ian McCall mun ekki fá nýjan andstæðing í staðinn. Scoggins ætlar að fara upp í bantamvigt enda virðist hann ekki geta skorið lengur niður.

Þetta eru mikil vonbrigði enda hefði bardaginn eflaust orðið frábær skemmtun. Bardaginn átti að vera fyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins en nú er viðureign Fredy Serrano og Ryan Benoit fyrsti bardaginn á aðalhlutanum.

Ian McCall hefur ekkert barist síðan í janúar 2015 og því eru þetta mikil vonbrigði fyrir hann. Hér að neðan má sjá viðbrögð beggja við fréttunum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular