Friday, April 19, 2024
HomeErlentKhabib Nurmagomedov og Tony Ferguson mætast á UFC 209 (staðfest)

Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson mætast á UFC 209 (staðfest)

khabib nurmagomedov tony fergusonÞað var loks staðfest af UFC seint í gærkvöldi að þeir Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson munu mætast á UFC 209. Bardaginn verður upp á bráðabirgðarbeltið í léttvigt og verður næstsíðasti bardagi kvöldsins.

UFC 209 fer fram þann 4. mars og stefnir allt í afar gott bardagakvöld. Fyrr í vikunni staðfesti UFC bardaga Tyron Woodley og Stephen Thompson en það verður aðalbardagi kvöldsins.

Samningaviðræður gengu erfiðlega enda vildi Ferguson fá jafn mikið borgað og Khabib Nurmagomedov. Dana White, forseti UFC, sagði það ekki koma til greina og var Khabib boðið að berjast við Jose Aldo í staðinn. Rússinn vildi þó ekki mæta neinum nema Ferguson enda taldi hann það vera erfiðasta bardagann.

Khabib Nurmagomedov hefur unnið átta bardaga í röð í UFC og er ósigraður á ferlinum í 24 bardögum. Tony Ferguson hefur unnið níu bardaga í röð og hefur verið á frábæru skriði á undanförnum árum.

Þar sem léttvigtarmeistarinn Conor McGregor er í smá pásu verður svo kallað bráðabirgðarbelti í húfi og mun sigurvegarinn mæta Conor er hann kemur aftur. Ekki eru allir sáttir með þessi bráðabirgðarbelti sem spretta upp eins og gorkúlur í hvert sinn sem meistarinn bregður sér frá. Það góða við þetta er þó að bardaginn verður fimm lotur og báðir bardagamenn fá betur borgað.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular