Thursday, April 18, 2024
HomeForsíðaLeiðin að búrinu: Sunna Rannveig vs. Ashley Greenway

Leiðin að búrinu: Sunna Rannveig vs. Ashley Greenway

Sunna RannveigSunna Rannveig Davíðsdóttir berst sinn fyrsta atvinnubardaga núna á föstudaginn. Bardaginn fer fram á Invicta FC 19 bardagakvöldinu í Kansas og hefur Sunna aldrei verið eins tilbúin fyrir bardaga.

Sunna hefur æft gríðarlega vel fyrir þennan bardaga og verður athyglisvert að sjá hana á föstudaginn. Þetta verður fyrsti atvinnubardaginn hennar eftir frábært gengi í áhugamannabardögum.

„Mér finnst það æðislegt að vera komin með bardaga í Invicta. Ég er búin að bíða eftir því lengi að fá bardaga, ég keppti síðast í nóvember á síðasta ári. Núna loksins er ég að fara að berjast aftur og það er fyrir Invicta og það er alveg rosalega skemmtilegt að vera að fara þangað. Ég er mjög glöð í hjartanu, hlakka mikið til að fara í búrið,“ segir Sunna Rannveig í Leiðinni að búrinu.

Sunna varð Evrópumeistari í MMA í nóvember í fyrra og er þetta rétti tíminn til að stíga skrefið í atvinnumennskuna að hennar mati. „Á EM lærði ég mikið um sjálfa mig og það hvar ég stend í sportinu. Ég tel mig vera á mjög góðum stað og tilbúin að taka þetta skref sem ég er að taka núna.“

Andstæðingur Sunnu er Ashley Greenway (1-0) en fyrsti atvinnubardaginn hennar fór fram í Invicta. Sunna segist vita nóg um hana en er sjálf ekki mikið að spá í andstæðingnum.

Bardagi Sunnu fer fram á föstudaginn og verður hægt að horfa á hann í beinni útsendingu á Fight Pass rás UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular