Thursday, April 25, 2024
HomeErlentLeyfilegt að notast við endursýningu í bardaga Weidman og Mousasi

Leyfilegt að notast við endursýningu í bardaga Weidman og Mousasi

Chris WeidmanBardagi Chris Weidman og Gegard Mousasi endaði með umdeildum hætti á UFC 210 um síðustu helgi. Weidman ætlar að áfrýja úrslitunum en það gæti orðið erfitt.

Gegard Mousasi veitti Chris Weidman tvö hnéspörk í höfuðið í viðureign þeirra um helgina. Dómarinn taldi að höggin hefðu verið ólögleg og gerði hlé á bardaganum. Bannað er að sparka í höfuð liggjandi manns en nóg er að vera með báðar hendur í gólfinu til að teljast vera liggjandi í nýju reglunum. Nýju reglurnar tóku gildi þann 1. janúar en aðeins í nokkrum ríkjum og þar á meðal í New York.

Dómarinn taldi í fyrstu að um ólögleg högg hefði verið að ræða og gaf Weidman nokkrar mínútur til að jafna sig. Hann ráðfærði sig svo við aðra dómara sem sáu atvikið og breytti skoðun sinni og sagði höggin hafa verið lögleg. Weidman var aðeins með aðra höndina í gólfinu þegar hann fékk höggið í sig og því var höggið löglegt. Weidman var sagður ófær um að halda áfram af læknum og var bardaginn því stöðvaður og Mousasi úrskurðaður sigurvegari eftir tæknilegt rothögg.

Chris Weidman var gríðarlega ósáttur við þessa niðurstöðu og sagði eftir bardagann að hann ætlaði að áfrýja niðurstöðunni. Í fyrstu var talið að dómarar mættu ekki horfa á endursýningu atvika en því hélt Marc Ratner, yfirmaður reglumála hjá UFC, fram í UFC útsendingunni. Ratner sagði að slík regla væri í gildi í New York ríki þar sem bardaginn fór fram. Weidman var ósáttur við að dómarinn Dan Miragliotta hefði yfirgefið búrið og ráðfært sig við aðra dómara sem sáu endursýninguna. Slíkt er hins vegar ekki bannað eins og áður var talið og er áfrýjun hans því erfiðari fyrir vikið.

MMA Fighting fékk yfirlýsingu frá íþróttasambandi New York ríkis þar sem íþróttasambandið staðfesti að leyfilegt væri að skoða endursýningu við ákvörðun á hvort högg sé löglegt eða ekki.

„Hr. Weidman var sagður ófær um að keppa vegna löglegra högga sem leiddi af sér tæknilegt rothögg. Í New York getur íþróttasambandið notast við myndbandsupptökur til að taka réttar ákvarðanir í hag íþróttarinnar,“ segir m.a. í yfirlýsingunni.

„Dómarinn taldi upphaflega að höggin hefðu verið ólögleg en ráðfærði sig við aðra dómara á meðan hlúið var að Hr. Weidman. Niðurstaðan var sú að höggin frá Mousasi hefðu ekki verið ólögleg.“

Eins og áður segir ætlar Chris Weidman að áfrýja tapinu. Weidman vill meina að dómaramistök hafi átt sér stað og vill að bardaginn verði dæmdur ógildur.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular