Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaLiddell gegn Ortiz: Vinátta sem fór úr böndunum

Liddell gegn Ortiz: Vinátta sem fór úr böndunum

ortiz vs liddell

Flestir MMA aðdáendur þekkja fyrrverandi UFC léttþungavigtarmeistarana Chuck Liddell og Tito Ortiz. Þeir voru upphaflega vinir sem æfðu saman en vináttunni lauk snögglega þegar þeir þurfti að mætast í búrinu.

Báðir eru fyrstu stórstjörnur MMA og eru í frægðarhöll UFC en saga þeirra er afar áhugaverð. Til þess að verða stórstjarna í MMA eða í öðrum bardagaíþróttum þarftu auðvitað að vera mjög góður bardagamaður en það sem lyftir bardagamanninum á annan stall er hinn fullkomni andstæðingur blandað við drama. Gott dæmi um það er Anderson Silva og Chael Sonnen.

Chuck Liddel æfði allan sinn feril hjá John Hackleman í The Pit bardagaklúbbnum. Þar kynntust Liddell og Tito Ortiz þar sem þeir æfðu saman. Í léttþungavigtinni hafði Tito Ortiz gert sig heimkæran og sat á toppi deildarinnar. Liddell fylgdi fast á hæla hans en Ortiz vildi ekki berjast við hann. Þeir hættu þar með að æfa saman. Eftir að Tito Ortiz varði titil sinn fimm sinnum á tveimur árum tapaði hann beltinu til Randy Couture. Á sama tíma var Liddell kominn til baka til UFC eftir tap í Pride. Þar með virtist allt vera tilbúið fyrir bardaga milli þessara fyrrum vina.

Tvær stærstu stjörnur UFC leiddu saman hesta sína en Ortiz sagðist aldrei vilja berjast við Liddell þar sem þeir höfðu gert samning sín á milli að keppa aldrei gegn hvor öðrum vegna vináttu þeirra. Liddell sagði hins vegar að samningur sem þessi hafi aldrei verið gerður og að Ortiz væri hræddur. Sagan segir einnig að Liddell hafði látið Ortiz hætta nokkrum sinnum á æfingum vegna skrokkhögga á meðan þeir voru æfingafélagar.

Chuck_LiddellÍ apríl 2004 kom loksins að því. UFC 47: Tito „The Huntington Beach Bad Boy“ Ortiz gegn Chuck „The Iceman“ Liddell í Las Vegas. Bardaginn byrjaði mjög rólega en í lok fyrstu lotu byrjaði að hitna í kolunum og lotan endaði með því að Ortiz hrinti dómaranum John McCarthy á Liddell og þeir skiptust á nokkrum vel völdum orðum.

Í byrjun annarrar lotu setti Liddell í annan gír og henti öllu nema eldhúsvaskinum í Ortiz. Liddell lét höggin dynja á Ortiz og endaði á að sigra með tæknilegu rothöggi þar sem Ortiz lá í gólfinu. Ortiz hefur þó gert sig að meistara afsakana og sagði að Liddell hefði potað í augað á sér og hann hafi ekki séð neitt nema svart í nokkrar sekúndur.

Chuck Liddell sigraði svo Randy Couture til þess að verða UFC léttþungavigtarmeistarinn. Liddell varði titil sinn gegn Jeremy Horn, Randy Couture og Renato Sobral áður en röðin kom aftur að Tito Ortiz. Á sama tíma sigraði Ortiz fimm bardaga í röð.

Þann 30. Desember árið 2006 var aftur komið að því. Chuck Liddell gegn Tito Ortiz fyrir UFC léttþungavigtarbeltið á UFC 66. Bardagans var beðið með mikilli eftirvæntingu enda voru þeir á þessum tíma stærstu stjörnur UFC.

Liddell sigraði fyrstu lotuna með betri höggum. Önnur lotan var mun jafnari en Ortiz varðist höggum Liddell vel og Liddell varðist fellum Ortiz vel. Í þriðju lotu dró heldur betur til tíðinda þar sem Liddell vankaði Ortiz og sá síðarnefndi reyndi fellu. Hún heppnaðist ekki vel og endaði Liddell ofan á Ortiz þar sem hann lét rigna höggum og dómarinn stoppaði bardagann.

Seinna meir var greint frá því að Liddell hefði barist með rifin liðbönd í hné og hefði rifið liðbönd í vinstri hendinni í bardaganum. Meistari afsakana hafði auðvitað sína sögu að segja og sagðist hafa brotið löppina þegar hann sparkaði í hné Liddell en röntgenmynd sýndi að svo var ekki.

UFC 66 viðburðurinn var sá fyrsti til þess að ná milljón Pay Per View (PPV) sölum sem var sögulegt afrek fyrir UFC og MMA í heild sinni.

Liddell og Ortiz þjálfuðu andspænis hvor öðrum í raunveruleikaseríunni The Ultimate Fighter og áttu svo að mætast eftir að seríunni lauk. Í þáttunum talaði Ortiz opinskátt um vandamál Liddell með áfengi. Liddell sagði þá að hann hefði ekki tekið bardagann alvarlega en eftir þessi orð Ortiz ætlaði hann að æfa stíft og drepa Ortiz.

Þriðji og seinasti bardagi þeirra varð aldrei að veruleika þar sem Ortiz þurfti að hætta við bardagann vegna meiðsla og tók Rich Franklin hans stað. Rich Franklin rotaði Liddell í fyrstu lotu og var það síðasti bardagi Liddell á ferlinum.

Í MMA reyna margir bardagamenn að selja bardaga sína með öllum ráðum.Þeir skjóta öllum mögulegum skotum á andstæðinga sína bæði til þess að koma þeir úr jafnvægi og til þess að fá athygli. Chael Sonnen og Josh Koscheck hafa oft notað þessa aðferð en það má segja að Tito Ortiz hafi verið sá fyrsti til að beita þessari aðferð í MMA. Þeir hafa oft ekkert á móti andstæðingi sínum en þegar það kemur að Ortiz og Liddell þá var virkileg andúð gagnvart hvor öðrum.

Enn þann dag í dag virðast þeir ekkert vera alltof hrifnir af hvor öðrum en hér er Liddell að tala um Ortiz.

Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular