Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentLyoto Machida viðurkennir inntöku á bönnuðu efni

Lyoto Machida viðurkennir inntöku á bönnuðu efni

Henderson machidaFyrrum léttþungavigtarmeistarinn Lyoto Machida hefur viðurkennt inntöku á ólöglegu efni. Machida átti að berjast við Dan Henderson um helgina en sá bardagi er nú af borðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem UFC sendi frá sér fyrr í kvöld.

„UFC hefur fengið þær upplýsingar frá USADA að Lyoto Machida hafi viðurkennt notkun á bönnuðu efni eftir lyfjapróf i í síðustu viku. Machida hélt því fram að hann hafi ekki vitað að efnið væri bannað og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar hans.“

UFC mun finna annan andstæðing fyrir Dan Henderson en þó ekki á bardagakvöldinu um helgina. Þetta hefði verið annar bardagi Machida og Henderson en kapparnir mættust fyrst í febrúar 2013.

Bardagakvöldið á laugardaginn hefur nú misst tvo stóra bardaga á einni viku. Fyrst meiddist Tony Ferguson sem átti að mæta Khabib Nurmagomedov. Rússinn öflugi fékk þó andstæðing í tæka tíð á meðan Henderson mun ekki berjast um helgina.

Bardagi Hacran Dias og Cub Swanson mun þar af leiðandi færast upp á aðalhluta bardagakvöldsins.

Þess má geta að Gegard Mousasi sakaði nýlega Machida um að vera á sterum þegar þeir mættust í febrúar 2014.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular