Friday, April 19, 2024
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC og Bellator

Mánudagshugleiðingar eftir UFC og Bellator

Á meðan Busta Rhymes og Gísli Pálmi trylltu lýðinn á Secret Solstice um helgina var ýmislegt um að vera í MMA heiminum. UFC Fight Nigth 69 fór fram í Berlín á laugadagskvöldinu og Belltor 138 fór fram í St. Louis, Missouri, á föstudagskvöldinu. Við hugleiðum það helsta.

Förum fyrst til Þýskalands þar sem nýji meistarinn í strávigt kvenna, Joanna Jędrzejczyk, sannaði sig rækilega. Við vissum að hún væri góð eftir frábæran sigur á Carla Esparza í mars en frammistaða hennar um helgina var ákveðin staðfesting. Andstæðingurinn, hin bandaríska Jessica Penne, er frábær bardagakona en líkt og Esparza þá varð hún að koma meistarnum í gólfið til að eiga möguleika. Hún reyndi og reyndi og tókst það í nokkrar sekúndur en Jędrzejczyk komst alltaf aftur á fætur. Að lokum var andlitið á Penne í klessu en stjarna Jędrzejczyk heldur áfram að rísa.

Joanna Jędrzejczyk er margfaldur Muay Thai meistari og virðist vera skrefi á undan öðrum konum í strávigt hvað högg og spörk varðar. Hún er áhugaverð andstæða við Rondu Rousey. Yfirgnæfandi meistari sem vill halda bardaganum standandi. Líklegur næsti andstæðingur er sigurvegarinn í viðureign Cláudia Gadelha og Jessica Aguilar í ágúst. Sú fyrrnefnda var ekki langt frá því að sigra Jędrzejczyk í desember síðastliðinn, kannski fáum við spennandi „rematch“.

Patrício Freire

Í Bellator varði Patrício ‘Pitbull’ Freire titil sinn í fjaðurvigt gegn Þjóðverjanum Daniel Weichel, en tæpt var það. Í fyrstu lotu virtist meistarinn hikandi og í lokin náði Weichel inn höggum sem virtust gera út af við Freire. Í lok lotunnar hélt Weichel að hann hefði unnið og byrjaði að fagna eins og hann væri Rousimar Palhares en stopp dómarans markaði einungis enda lotunnar. Weichel byrjaði aðra lotu með látum en Freire svaraði með fullkomnum krók sem slökkti á Þjóðverjanum. Ótrúleg endurkoma Patrício ‘Pitbull’ Freire. Ekki besti bardagi meistarans en sýndi hvað hann er hættulegur öllum stundum.

Í aðalbardaga kvöldins mættust Kimbo Slice og Ken Shamrock sem samtals eru 92 ára. Bardaginn var hægur og vandræðalegur. Ken Shamrock virtist vera með sigurinn í hendi sér þegar hann náði baki Kimbo Slice og ógnaði með „rear naked choke“. Hann náði hins vegar aldrei réttu taki svo Slice náði að snúa sér út hættunni. Á leiðinni upp kom Kimbo Slice inn höggi sem gerði út af við Ken Shamrock.

Shamrock nær ekki takinu

Joe Rogan lét í kjölfarið mjög alvarleg orð falla í hlaðvarpi sínu. Hann sagði að bardagi Kimbo Slice og Ken Shamrock hefði litið gervilega út og gaf þar með í skyn að hann hefði verið æfður. Ummælin og rökin má heyra að neðan en þetta eru mjög alvarlegar ásakanir, þótt þær séu óbeinar. Hefði Rogan sagt það sama ef bardaginn hefði átt sér stað í UFC? Hæpið, en umræða af þessu tagi er ekki góð fyrir íþrótt sem þarf stöðugt að berjast við tilverurétt sínum. Jimmi Smith frá Bellator svaraði ummælunum en við vonum að málið sé útrætt.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular