Thursday, April 18, 2024
HomeErlentMyndband: Vandræðalega lélegur túlkur að störfum í Mexíkó

Myndband: Vandræðalega lélegur túlkur að störfum í Mexíkó

UFC heldur skemmtilegt bardagakvöld í Mexíkó í kvöld. Í vigtuninni í gær var að störfum túlkur sem er eflaust ekki með mikla reynslu að baki.

Tony Ferguson mætir Rafael dos Anjos í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn er afar mikilvægur fyrir léttvigtina.

Þar sem bardagakvöldið fer fram í Mexíkó þurfti að þýða svör Ferguson úr spænsku og yfir á ensku og sömuleiðis þurfti að þýða svör dos Anjos. Þýðingar túlksins voru undarlegar og var fremur vandræðalegt að horfa á þetta.

Það er vitað mál að það er ekki auðvelt verk að þýða úr einu tungumáli yfir í annað á nokkrum sekúndum og sérstaklega ekki fyrir framan áhorfendur og myndavélar. Miðað við frammistöðuna í gær var túlkurinn sennilega ekki með mikla reynslu.

UFC er nefnilega ekki að ráða alvöru túlka í þessi viðtöl heldur fær bardagasamtökin yfirleitt bara einhverja einstaklinga sem kunna þau tungumál sem þarf að þýða. Dariusz Kruczek hefur þýtt fyrir UFC síðan 2014 en fékk það starf í gegnum vin og hafði þá enga reynslu sem þýðandi eða túlkur.

Túlkurinn í gær var líka starfandi í kringum UFC 180 í Mexíkóborg. Þar þótti hún ekki standa sig vel og undir lokin ákvað Joe Rogan að sleppa því að láta hana þýða. Hún er eflaust að gera sitt besta en er sennilega ekki með reynsluna til að gera það sem til þarf.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular