Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentMyndbönd: Frábær tilþrif í WSOF í gær

Myndbönd: Frábær tilþrif í WSOF í gær

World Series of Fighting hélt í gær sitt 23. bardagakvöld. Tveir titilbardagar voru á dagskrá og mátti sjá mögnuð tilþrif.

Justin Gaethje mætti Luiz Palomino í annað sinn um léttvigtarbelti WSOF. Bardaginn í gær var frábær rétt eins og fyrri bardagi þeirra og fór Gaethje með sigur af hólmi eftir rothögg í 2. lotu.

Fyrrum ofurhetjan, Pheonix Jones, hefur endurvakið MMA feril sinn og náði góðum sigri í gær. Jones, sem heitir réttu nafni Ben Fodor, varð heimsfrægur er hann barðist gegn glæpum í Seattle í ofurhetjubúning. Honum tókst að sigra Roberto Yong með þessu óvenjulega „leg scissor“ uppgjafartaki.

Brian Foster sigraði LaRue Burley með þessu svakalega rothöggi eftir aðeins 32 sekúndur í fyrstu lotu.

Joey Miolla steinrotaði Randy Steinke eftir hnéspark í 2. lotu. Hlustiði á hljóðið!

Vagab Vagabov reyndi að herma eftir Rousimar Palhares í gær þegar hann hélt áfram að kýla andstæðing sinn, Brian Grinnell, eftir að dómarinn stöðvaði bardagann. Hann mun að öllum líkindum fá refsingu eftir þessa fáranlegu hegðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular