Friday, March 29, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Stephens vs. Choi

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Stephens vs. Choi

UFC er með bardagakvöld í St. Louis í Bandaríkjunum í kvöld. Bardagakvöldið er nokkuð spennandi en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana.

Kóreska krúttið snýr aftur

Doo Ho Choi er með 11 sigra eftir rothögg á ferlinum og sýndi það gegn Cub Swanson í sínum síðasta bardaga að hann er grjótharður. Eitt það skemmtilega við hann er sú staðreynd að hann lítur út fyrir að vera svona 12 ára gamall. Hann er einfaldlega algjört krútt en hefur sýnt að hann er einstsaklega hættulegt krútt. Í kvöld mætir hann Jeremy Stephens og ætti það að verða hörku bardagi.

Doo Hoi Choi.

Paige VanZant í fluguvigt

Fluguvigt kvenna var nýlega sett á laggirnar í UFC og hafa nokkrar bardagakonur í UFC fært sig þangað. Þar á meðal má nefna Paige VanZant sem hefur áður lýst erfiðum niðurskurði sínum fyrir strávigtina. Frumraun hennar í fluguvigt verður í kvöld en þá mætir hún Jessica-Rose Clark. Hin 23 ára Paige VanZant hefur ekkert barist síðan hún tapaði fyrir Michelle Waterson í desember 2016 en þá átti hún í gríðarlegum erfiðleikum með niðurskurðinn. Það verður áhugavert að sjá VanZant í nýjum þyngdarflokki.

Getur Norðmaðurinn stöðvað Usman?

Kamaru Usman hefur unnið alla sex bardaga sína í UFC til þessa. Hann hefur sóst eftir því að fá andstæðinga sem eru ofarlega á styrkleikalistanum en ekki tekist enn. Þess í stað fær hann Norðmanninn skemmtilega Emil Weber Meek sem er bara með einn sigur í UFC. Meek hefur þó áður komið á óvart eins og þegar hann rotaði Rousimar Palhares á sínum tíma. Getur Meek stöðvað Usman?

Heldur Darren Elkins sigurgöngu sinni áfram?

Darren Elkins hefur nokkuð óvænt komist á fimm bardaga sigurgöngu. Elkins er ekki tæknilegasti bardagamaður í heimi en hann er gríðarlega harður og þurfa menn að hafa mikið fyrir því að klára hann. Elkins mætir Michael Johnson í kvöld og ætti þetta að verða hörku viðureign. Þess má geta að þetta verður frumraun Johnson í fjaðurvigt og verður áhugavert að sjá hvað hann gerir í nýjum þyngdarflokki.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3. Allir bardagarnir verða sýndir á Fight Pass rás UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular