Saturday, April 20, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox 17: dos Anjos...

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox 17: dos Anjos vs. Cerrone 2

ufconfox17

MMA aðdáendur eru enn með timburmenn eftir síðustu helgi en UFC vélin heldur áfram að rúlla. UFC kvöld helgarinnar er kannski ekki eins stórt og um síðustu helgi en það er stórt engu að síður og gæti haft mikil áhrif á stóra viðburði í nánustu framtíð.

Þetta kvöld hefur upp á ýmislegt að bjóða. Við erum með Rafael dos Anjos (RDA) og Junior dos Santos (JDS). Við erum með Diaz bróðir og kúrekann sem allir elska. Auk þess fáum við trylltan bardaga í fjaðurvigt sem allir virðast vera búnir að gleyma. Kíkjum á þetta.

  • Hver fær risabardaga gegn Conor McGregor? Stóra spurning helgarinnar er hver vinnur titilbardagann í léttvigt á milli Rafael dos Anjos og Donald Cerrone. Conor McGregor hefur lýst því yfir að hann vilji skora á meistarann í léttvigt næst. Titilbardagi helgarinnar gæti því snúist um hver fær þann lottóvinning.

donald

  • Donald ‘Cowboy’ Cerrone berst um titilinn: Einn vinsælasti bardagamaður UFC gæti nælt sér í belti um helgina. Það ætti að vera næg ástæða til að horfa ein og sér. Ein af stóru spurningum helgarinnar er hvaða útgáfa af Rafael dos Anjos mætir til leiks í ljósi USADA lyfjaprófana.
  • Loksins berjast tröllin! Síðan Alistair Overeem kom í UFC úr Strikeforce hafa MMA aðdáendur beðið eftir bardaga á móti Junior dos Santos. Báðir eru risastórir rotarar, Overeem er sparkboxari en dos Santos er meiri boxari. Bombum verður varpað og einhver mun fallla í strigann.

ubereem

hunt

  • Endurkoma Nate Diaz: Heilu ári eftir síðasta bardaga hans gegn Rafael dos Anjos snýr Nate Diaz aftur gegn Michael Johnson. Diaz hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum en töpin voru á móti RDA, Benson Henderson og Josh Thomson. Diaz er aðeins 30 ára og hefur vonandi notað síðasta ár vel. Johnson er níu sætum ofar á styrkleikalista UFC. Diaz gæti því stimplað sig rækilega inn með sigri.

diazpellegrino

  • Einvígi í fjaðurvigt: Eftir fyrsta tapið á ferlinum gegn Donald Cerrone tók Miles Jury þá ákvörðun að létta sig niður í fjaðurvigt. Hans fyrsti bardagi verður gegn sjálfum Charles Oliveira sem hefur verið á mikilli siglingu en tapaði eftir óheppileg meiðsli í hans síðasta bardaga gegn Max Holloway. Þessi bardagi ætti að verða hrikalega spennandi viðureign á milli ungra og efnilegra bardagakappa sem báðir vilja verða meistarar.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 21:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað kvöld.

jury
Miles Jury
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular