Tuesday, April 16, 2024
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC: McGregor vs. Siver

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC: McGregor vs. Siver

conor mcgregorJanúar heldur áfram að bjóða upp á frábæra bardaga og mun veislan halda áfram annað kvöld. Það þarf eflaust ekki að telja upp margar ástæður til að horfa á bardagakvöldið og gætum við nefnt bara eina – Conor McGregor. Hér eru þó nokkrar ástæður til að horfa annað kvöld.

Það er ekki á hverjum degi sem UFC er með bardagakvöld á sunnudögum eins og raunin er á morgun. Ástæðan fyrir þessum tíma er sú að undanúrslitaleikir NFL fara fram annað kvöld og mun aðalhluti bardagakvöldsins annað kvöld hefjast á sama tíma og leikirnir klárast. UFC vonast eflaust eftir því að draga að NFL aðdáendur til að sjá Conor McGregor sýna takta sína.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 annað kvöld á Fight Pass, en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

  • Conor McGregor: Hvort sem þú elskar Conor McGregor eða elskar að hata hann þá er alltaf gaman að sjá hvað hann býður upp á í búrinu. Þessi bardagi virkar auðveldur fyrir Íslandsvininn og því ástæða til að sjá hvernig hann mun klára Siver, eða til að sjá einhver óvæntustu úrslit í langan tíma.
  • Donald Cerrone: Líkt og Conor er Donald Cerrone einn af þeim bardagamönnum sem allir verða að sjá. Í þetta sinn mætir hann Benson Henderson en Cerrone tók bardagann með 15 daga fyrirvara. Kapparnar hafa mæst í tvígang áður og sigraði Henderson í bæði skiptin. Fyrri bardagarnir voru báðir virkilega skemmtilegir og má reikna með að sá þriðji verði einnig frábær skemmtun.
  • Írsku strákarnir: Þeir Cathal Pendred og Paddy Holohan hafa báðir dvalið á Íslandi við æfingar í Mjölni og því alltaf gaman að fylgjast með framgöngu þeirra í UFC. Pendred mætir Sean Spencer og Holohan mætir Shane Howell.
  • Fylgstu með: Charles Rosa og Sean Soriano mætast í skemmtilegum fjaðurvigtarslag. Rosa háði frumraun sína í UFC á sama bardagakvöldi og Gunnar Nelson og Rick Story börðust. Þá mætti hann Dennis Siver í besta bardaga kvöldsins. Soriano hefur tapað báðum bardögum sínum til þessa í UFC (gegn Kawajiri og Chas Skelly) en bardagarnir hafa verið mjög skemmtilegir. Soriano æfir hjá Blackzilians á meðan Rosa er hjá American Top Team.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular