Friday, April 19, 2024
HomeErlentNúna vill Darren Till fá Rafael dos Anjos í Brasilíu

Núna vill Darren Till fá Rafael dos Anjos í Brasilíu

Darren Till er ekki enn kominn með sinn næsta bardaga eftir sigurinn á Donald Cerrone í október. Í nýjasta viðtalinu segist hann vilja fá Rafael dos Anjos í Rio de Janeiro á UFC 224 þann 12. maí.

Mikið hefur verið rætt um mögulegan bardaga Gunnars Nelson og Darren Till. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, lagði til að þeir myndu mætast í Dublin í lok maí. Till hefur nokkrum sinnum óskað eftir bardaga gegn Stephen ‘Wonderboy’ Thompson en nú vill hann fá Rafael dos Anjos.

„Ég vil hann aðallega út af aðdáendunum. Og svo bjó ég auðvitað þarna. Ég á marga aðdáendur þarna og tala tungumálið. Það væri auðvelt að selja það í Brasilíu ef hann er til. Ég veit að hann er að bíða eftir Tyron Woodley en Woodley virðist ekki vilja koma til baka,“ sagði Till við MMA Fighting.

Till sagði við MMA Fighting að hann hafi einnig auga á Santiago Ponzinibbio, Kamaru Usman eða Stephen Thompson. „Ég held að Wonderboy sé ennþá að forðast mig,“ segir Till.

Samkvæmt föður Thompson, Ray, er ‘Wonderboy’ enn að jafna sig á meiðslum og er kominn í 60% lag. Thompson vonast til að snúa aftur í búrið með vorinu en UFC hefur ekki boðið honum bardaga ennþá.

Till minntist ekkert á Gunnar Nelson í viðtalinu en Till virðist hafa áhuga á að berjast við alla. Spurningin er bara hver andstæðingur hans verður.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular