Thursday, March 28, 2024
HomeErlentONE Championship bannar niðurskurð

ONE Championship bannar niðurskurð

one fcAsísku bardagasamtökin ONE Championship hafa sett á laggirnar nýjar reglur sem banna niðurskurð. Í reglunum eiga bardagamenn að berjast í þeirri þyngd sem þeir eru í dags daglega.

Fylgst verður með þyngd ONE Championship bardagamanna svo lengi sem þeir eru samningsbundnir bardagasamtökunum. Með þessum reglum vilja ONE koma í veg fyrir stóran niðurskurð enda er það eitt það hættulegasta við MMA í dag.

Í nýju reglunum þurfa bardagamennirnir að senda ONE upplýsingar um þyngd sína. Hvort sem bardagamennirnir eru að undirbúa sig fyrir bardaga eða í fríi þurfa þeir að senda bardagasamtökunum þyngd sína með sérstöku forrit.

Bardagamennirnir verða skipaðir í þyngdarflokk eftir þessum upplýsingum svo þeir berjist í sinni nátturulegri þyngd. Vikuna fyrir bardagann er þyngd þeirra skoðuð daglega og þremur tímum fyrir bardagann. Bardagamennirnir þurfa alltaf að vera undir þyngdarmörkunum. Þetta eru reglurnar í stuttu máli en nánar má lesa um reglurnar á heimasíðu ONE Championship hér.

Þessar breytingar koma í veg fyrir dauðsfall sem átti sér stað í bardagasamtökunum fyrr í mánuðinum. Yang Jian Bing lést eftir að hafa reynt að ná 57 kg þyngdartakmarkinu í fluguvigt.

Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda eru þessir niðurskurðir ein af skuggahliðum MMA. Þetta mun þó hafa talsverðar breytingar í för með sér fyrir bardagasamtökin og er mörgum spurningum enn ósvarað. Hvað verður um meistarana? Þurfa þeir að láta beltin af hendi ef þeir ná ekki að komast í sinn flokk? Verður fleiri flokkum bætt við?

Það má vera að þetta sé ekki besta lausnin en þetta er að minnsta kosti betra en núverandi kerfi. Vonandi munu fleiri bardagasamtök reyna að breyta sínum reglum því þetta er eitt stærsta vandamálið í MMA.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular