Friday, March 29, 2024
HomeErlentRobert Whittaker meiddur - Luke Rockhold mætir Yoel Romero í staðinn

Robert Whittaker meiddur – Luke Rockhold mætir Yoel Romero í staðinn

Fyrsta titilvörn Robert Whittaker hefur verið slegin á frest. Whittaker er meiddur og getur ekki mætt Luke Rockhold í febrúar eins og til stóð.

Þetta eru mikil vonbrigði enda átti Whittaker að verja titilinn á sínum heimaslóðum en í hans stað kemur Yoel Romero. Þeir Romero og Rockhold munu mætast um enn einn bráðabirgðartitilinn og sigurvegarinn svo mæta Whittaker þegar hann nær heilsu.

Romero átti að mæta David Branch síðar í febrúar í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Orlando 24. febrúar. Branch fær væntanlega nýjan andstæðing og vantar UFC því aðalbardaga þá. Romero hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Whittaker í júlí í fyrra.

Robert Whittaker varð bráðabirðarmeistari UFC í millivigtinni eftir sigur á Romero í fyrra. Georges St. Pierre sigraði svo Michael Bisping um millivigtartitilinn í nóvember en lét beltið af hendi þar sem hann ætlar sér ekki að dvelja lengur í millivigt. Whittaker var því gerður að alvöru meistaranum en nú fáum við nýjan bráðabirgðarmeistara í febrúar.

UFC 221 fer fram þann 11. febrúar í Perth í Ástralíu. Óhætt er að segja að það sé fátt um fína drætti á bardagakvöldinu og var Whittaker lang stærsta aðdráttaraflið fyrir heimamenn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular