Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaRousimar Palhares samur við sig

Rousimar Palhares samur við sig

palhares wsofÞað tók Rousimar Palhares ekki nema 90 sekúndur að gera út um bardagann og verja WSOF titil sinn gegn kempunni Jon Fitch um helgina.

Fitch byrjaði bardagann vel en eftir að Palhares náði bardaganum í gólfið var líkt og Palhares færi á fótalásasjálfstýringu. Palhares fór mjög fljótandi úr einum lásnum í annan og endaði bardagann með “kneebar”. Gangrýnisraddir fóru strax af stað, líkt og eftir alla bardaga Palhares, um að hann hafi haldið lásnum of lengi. Dæmi hver fyrir sig í myndbandinu hér fyrir neðan.

Eftir bardagan sendi Ray Sefo, forseti WSOF, út yfirlýsingu þar sem hann segir að Palhares sé „scary“ og það er einmitt það sem hann er. Palhares var rekinn úr UFC árið 2013 eftir að hafa haldið lás of lengi gegn Mike Pierce og var settur í bann árið 2010 eftir bardagann sinn við Tomasz Drwal þar sem hann hélt fótalás of lengi. Ray Sefo sagði hins vegar eftir bardagann að hann hefði ekkert útá Palhares að setja og kallaði framistöðu hans frábæra.

Fréttir herma að meiðsli John Fitch séu ekki eins slæm og við var að búast. Hann mun vera frá í 6 vikur og að ekki sé þörf á aðgerð.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular