Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaSamningi Melvin Guillard sagt upp hjá UFC

Samningi Melvin Guillard sagt upp hjá UFC

melvin-guillard-7Eftir um áratug í röðum UFC hefur Melvin Guillard verið látinn fara. Eftir 13 sigra og 9 töp er UFC ferli hans líklegast lokið.

Nýjustu fréttir frá UFC herma að hinn reynslumikli léttvigtarmaður Melvin Guillard hafi verið látinn róa á önnur mið eftir tap gegn Michael Johnson á UFC Fight Night 37. Guillard hefur átt erfitt uppdráttar og einungis sigrað tvo af síðustu átta bardögum sínum. Dana White var ekki mikill aðdáandi seinasta bardaga Guillard. White sagði hann hafa hlaupið undan andstæðingnum allan tíman sem er ólíkt gamla góða Guillard.

Melvin Guillard hefur verið í tæpan áratug að mála hjá ZUFFA þar sem hann kom fyrst fram á sjónarsviðið sem keppandi í annarri seríu af The Ulitmate Fighter.

Vonandi tekur Melvin Guillard þessu sem jákvæðu sparki í rassinn þar sem hann er einungis 30 ára og á nóg eftir í byssunum ef hann vill. Umboðsmaður Guillard hefur gefið það út að þeir séu strax byrjaðir að tala við önnur bardagasamtök. Bellator, ONE FC og WSOF eru eflaust spennt fyrir að fá hann til liðs við sig og vonandi fáum við að sjá gamla takta hjá Melvin Guillard fljótlega.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular