Friday, March 29, 2024
HomeErlentSantiago Ponzinibbio mætir Mike Perry í Kanada - Jose Aldo mætir Ricardo...

Santiago Ponzinibbio mætir Mike Perry í Kanada – Jose Aldo mætir Ricardo Lamas

Santiago Ponzinibbio er kominn með sinn næsta bardaga eftir sigurinn umdeilda á Gunnari Nelson í sumar. Ponzinibbio mætir Mike Perry á UFC bardagakvöldinu í Winnipeg í desember.

Santiago Ponzinibbio sigraði Gunnar með rothöggi í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Glasgow síðastliðinn júlí. Sigurinn var afar umdeildur enda potaði Ponzinibbio ítrekað í augu Gunnars á meðan á bardaganum stóð. Ponzinibbio situr nú í 9. sæti styrkleikalistans í veltivigtinni eftir sigurinn og hefur unnið fimm bardaga í röð.

Ponzinibbio mætir Mike Perry í desember en Perry situr í 15. sæti listans. Mike Perry (11-1) hefur unnið alla bardaga sína á rothöggi og þar af fjóra í UFC. Perry er ansi skrautlegur karakter en hans eina tap í UFC var gegn Alan Jouban í desember í fyrra.

UFC tilkynnti um leið bardaga Jose Aldo og Ricardo Lamas sama kvöld. Bardaginn verður að öllum líkindum næstsíðasti bardagi kvöldsins en þetta verður fyrsti bardagi Aldo í UFC sem ekki er titilbardagi. Þessi viðureign er endurat en þeir Lamas og Aldo mættust er Aldo var meistari árið 2014 þar sem Aldo fór með sigur af hólmi.

Það stefnir því allt í hörku bardagakvöld þann 16. desember í Winnipeg en eins og við greindum frá í gær munu þeir Robbie Lawler og Rafael dos Anjos berjast í aðalbardaga kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular