Tuesday, April 16, 2024
HomeForsíðaSigur og tap í Skotlandi hjá Sleipnismönnum

Sigur og tap í Skotlandi hjá Sleipnismönnum

Tveir 18 ára Sleipnismenn kepptu í Skotlandi á laugardagskvöldið. Ægir Már keppti í MMA á meðan Bjarni Darri Sigfússon keppti í uppgjafarglímu.

Bardagarnir fóru fram á Inferno 9 bardagakvöldinu í Forfar í Skotlandi. Ægir Már Baldvinsson mætti Aaron Towns í 61 kg bantamvigt. Þetta var hans fyrsti MMA bardagi en annar bardaginn hjá andstæðingnum. Towns fékk mikinn stuðning frá aðdáendum sem hvöttu hann vel áfram. Svo fór að bardaginn var stöðvaður í 2. lotu eftir að Towns kýldi Ægi niður.

Bjarni Darri Sigfússon keppti í uppgjafarglímu en hann mætti Chris Cownie. Eftir tvær fimm mínútna lotur þurfti bráðabana til að knýja fram sigurvegara. Bráðabaninn fór þannig fram að báðir fengu að byrja í góðri stöðu og sá sem var fyrri til að klára sigraði. Chris Cownie fékk að byrja með bakið á Bjarna og reyndi að klára hann með hengingu. Dómarinn stöðvaði glímuna eftir 45 sekúndur þar sem hann taldi að Bjarni hefði verið svæfður en svo reyndist ekki vera.

Bjarni fékk þá að byrja með armlás og þurfti einungis nokkrar sekúndur til að klára lásinn. Þar sem hann var fyrri til að klára í bráðabana var hann úrskurðaður sigurvegari. Cownie er tíu árum eldri en Bjarni og fékk Bjarni að vita það eftir glímuna að Cownie hefði verið kílói of þungur í vigtuninni fyrir glímuna.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular