Thursday, March 28, 2024
HomeForsíðaSjö Íslendingar keppa á Danish Open um helgina

Sjö Íslendingar keppa á Danish Open um helgina

danish open 2015Það verða sjö Íslendingar í eldlínunni á Danish Open BJJ um helgina. Mótið er eitt stærsta glímumót Danmerkur og fer fram á laugardag og sunnudag.

Íslendingarnir sjö koma úr þremur félögum. Þeir Pétur Óskar Þorkelsson, Luigi Gala, Þorgrímur Þórarinsson, Róbert Ingi Bjarnason og Aron Elvar Jónsson keppa allir undir merkjum Mjölnis. Ari Páll Samúelsson keppir fyrir hönd VBC í Kópavogi og Örn Rytterås keppir fyrir Choke BJJ í Danmörku.

Á laugardaginn fer fram gi-hluti (í galla) mótsins en á sunnudeginum er keppt í nogi (án galla).

Pétur Óskar keppir í -70 kg flokki fjólublábeltinga, Luigi og Aron Elvar keppa í -76 kg flokki blábeltinga og Þorgrímur í -88,3 kg flokki blábeltinga en allir keppa þeir í fullorðinsflokki (18 ára og upp). Róbert Ingi Bjarnason keppir í 52,5 kg flokki hvítbeltinga, 10-12 ára, og Ari Páll keppir í -76 kg flokki fjólublábeltinga, 30-35 ára. Þá keppir Örn Rytterås í +100,5 kg flokki hvítbeltinga, 30-35 ára.

Allir keppa þeir svo í nogi hluta mótsins á sunnudeginum nema Róbert Ingi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular