Thursday, March 28, 2024
HomeForsíðaSpá MMA frétta fyrir UFC 171

Spá MMA frétta fyrir UFC 171

Robbie-Lawler

Í kvöld fer UFC 171 fram í Dallas í Texas. Pennar MMA frétta spá fyrir um tvo stærstu bardaga kvöldsins, Johny Hendricks gegn Robbie Lawler og Tyron Woodley gegn Carlos Condit.

Johny Hendricks gegn Robbie Lawler

Pétur Marinó Jónsson: Báðir eru rosalega höggþungir en líka með rosalega höku! Held samt að Hendricks taki þetta á tæknilegu rothöggi seint í þriðju lotu. Þó Lawler sé góður í að nota “butterfly guardið” til að koma sér upp aftur held ég að Hendricks sé of góður glímumaður fyrir Lawler og nái að stjórna bardaganum.

Oddur Freyr: Hendricks sigrar á decision.

Óskar Örn Árnason: Ég held að Hendricks og Lawler séu svipaðir standandi en Hendricks er með valmöguleikann á að taka bardagann í gólfið. Það mun ráða úrslitum. Hendricks sigrar á stigum.

Hreiðar Már Hermannsson: Hendricks rotar Lawler snemma í bardaganum! Lawler er æstur og Hendricks kemur vinstri hendinni í hann og rotar Lawler. Ég veit svo sem ekki hvor er betri standandi eða í gólfinu en ég veit að Hendricks mun stjórna því hvort bardaginn sé standandi eða í gólfinu og það eru þvílíkir yfirburðir í bardaga að hafa.

Brynjar Hafsteinsson: Ég mun hætta að borga í stöðumæla ef Hendricks sigrar ekki Lawler. Hendricks via left hook eða nei. Dómaraúrskurður.

Guttormur Árni Ársælsson: Margir spá rothöggi í bardaga Lawler og Hendricks. Ég held þó að glímuhæfileikar Hendricks verði munurinn í þessum bardaga. Hendricks vinnur á dómaraúrskurði.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Það er hrikalega erfitt að spá fyrir um Hendricks vs Lawler. Ég hef alltaf verið veikur fyrir underdog og hef fílað Lawler í gegnum tíðina. Eftir að hafa séð Hendricks lenda í vandræðum með að ná vigt þá held að ég að Lawler taki TKO í 2. lotu.

Carlos Condit gegn Tyron Woodley

Pétur Marinó Jónsson: Condit hefur bara einn veikleika, og það er felluvörnin. Hann er með einhverja verstu felluvörn í UFC (miðað við prósentur fellna sem hann verst) á meðan Woodley er frábær glímumaður. Woodley sigrar, því miður, eftir dómaraákvörðun þar sem hann mun taka Condit niður og stjórna honum þar.

Oddur Freyr: Condit sigrar með tæknilegu rothöggi í annarri lotu.

Óskar Örn Árnason:  Condit vs. Woodley er nokkuð jafnt. Luke Thomas (ritstjóri MMA Fighting) kom með góðan punkt. Ef bardaginn væri 5 lotur væri þetta sennilega Condit en í þriggja lotu bardaga gæti Woodley beitt glímunni og sigrað á stigum. Condit er hins vegar með meiri reynslu og er búinn að bæta felluvörnina. Condit þreytir Woodley og klárar í þriðju lotu, hnéspark + ground and pound.

Hreiðar Már Hermannsson: Ég held með Tyron Woodley í bardaganum gegn Condit, en ég sé Tyron ekki fyrir mér vinna þennan bardaga. Condit er með eitthvað Greg Jackson gameplan sem væntanlega snýst um að þreyta Woodley. Ég vona að þetta verði ekki endurtekning á Nick Diaz vs. Condit. Ég sé þetta fara í dómaraúrskurð þar sem Condit vinnur, Tyron mun ekki ná að stjórna bardaganum sökum reynslu Condit.

Brynjar Hafsteinsson: Sé fyrir mér að Condit taki “hlaupandi barnaspörkin” á þetta. Sigrar með hægra high kick í 3. lotu. Já, ég er nákvæmur. Er ekki viss með vinstri eða hægri löppina þó.

Guttormur Árni Ársælsson: Woodley nær Condit niður þrisvar sinnum og vinnur á dómaraúrskurði.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Get engan veginn séð fyrir mér Tyron Woodley vinna þennan bardaga nema með fáranlega heppnu höggi eða liggja ofan á Condit. Held að Condit sé of góður fyrir Woodley og mun hægt og rólega taka yfir bardagann og enda með sigur eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular