Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC 173

Spá MMA Frétta fyrir UFC 173

UFC 173 fer fram í Las Vegas í Bandaríkjunum í nótt þar sem Renan Barao ver titil sinn gegn TJ Dillashaw. Pennar MMA Frétta spá fyrir um úrslitin í þremur stærstu bardögum kvöldsins.

ufc_173

Renan Barao gegn TJ Dillashaw

Pétur Marinó Jónsson: Ég held að Renan Barao sé bara mun betri en TJ Dillashaw í dag. Ég held að Dillashaw eigi bjarta framtíð í bantamvigtinni og gæti alveg trúað því að hann yrði meistari einn daginn. Hann er hins vegar ekki betri en Barao í dag og Barao klárar hann. Tippa á að Dillashaw fái annan titilbardaga eftir svona 2 ár og verði þá meistari.

Hreiðar Már Hermannsson: Barão er að fara að taka TJ! Það er búið að bera saman einhverjar tölur og í þeim tölum á TJ að eiga breik í hann, en ég sé það ekki fyrir mér. Barão er ekki búinn að tapa síðan í fyrsta bardaga sínum, en TJ er klárlega mikil ógn og allt getur gerst í MMA. En ég veðja á að meistarinn verji titil sinn.

Óskar Örn Árnason: Barão sigrar örugglega. Dillashaw er góður en ekki nógu góður.

Oddur Freyr: Ég held ég verði nú að vera sammála síðustu ræðumönnum, Barao klárar Dillashaw líklega í annarri eða þriðju lotu, annað hvort með rothöggi eða uppgjöf.

Guttormur Árni Ársælsson: Barao sigrar Dillashaw en Dillashaw mun engu að síður eiga meira í meistarann en margir búast við. Dillashaw mun koma sterkur inn í fyrstu lotu en Barao vinnur á eftir því sem líður á bardagann og sigrar.

Brynjar Hafsteins: Renan Barao sigrar Team Alpha Male drenginn TJ Dillashaw. Duane “Bang” Ludwig hefur verið að gera góða hluti með TAM en Barao er bara mun betri í að blanda öllu saman. Gæti séð þetta fara í dómarana.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Renan Barao er p4p bestur í dag að mínu mati, það á held ég enginn séns í hann í hans flokki. Hann er gjörsamlega í sérflokki og það er ótrúlega gaman að fylgjast með honum. Dillashaw á lítinn sem engan séns í hann. Barao tekur þetta á einhverju brjáluðu TKO í 2 lotu.

Barao: Allir
Dillashaw: Enginn

Dan Henderson gegn Daniel Cormier

Pétur Marinó Jónsson: Daniel Cormier er eiginlega betri útgáfan (og örlítið yngri) af Henderson, góður wrestler með þungar hendur. Hakan hans Henderson virðist hafa yfirgefið hann og það er minna en tveir mánuðir síðan hann barðist við Shogun þar sem hann var nánast rotaður. Cormier rotar Henderson í 1. lotu. Ef ekki þá tekur hann öruggt decision.

Hreiðar Már Hermannsson: Ég held alltaf að Dan Henderson sé búinn fyrir alla bardaga sína og ég held því áfram í þetta skiptið! Cormier lét andstæðing sinn líta mjög illa út í seinasta bardaga sínum. Henderson er hins vegar ótrúlegur og á alltaf eitthvað inni sem maður sér ekki fyrir! Ég segi að Cormier vinni bardagan.

Óskar Örn Árnason: Eina von Henderson er H-bomb hægri hendi en það er veik von. Cormier sigrar sannfærandi.

Oddur Freyr: Henderson er orðinn ansi þreyttur og þó að ég voni innilega að hann vinni myndi ég hiklaust veðja á Cormier í þessum bardaga. Hann reynir líklega að yfirbuga Henderson með glímunni og forðast þannig hættuna frá hægri hönd Henderson. Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta yrði frekar óspennandi bardagi þar sem Cormier vinnur á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Cormier sigrar með sannfærandi dómaraúrskurði með því að vinna úr clinchinu upp við búrið og mun jafnvel taka Henderson í gólfið.

Brynjar Hafsteins: Henderson er búin. Hann hefur ekkert upp á að bjóða nema þessa hægri hendi. Cormier mun nota spörkin og fjarlægðina ef ekki wrestlingið sitt til þess að sigra.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Daniel Cormier er búinn að sýna það að hann er gífurlega sterkur wrestler og á heima með þeim bestu, hvort sem það er í þungavigt eða léttþungavigt. Þetta verður gífurlega erfiður bardagi fyrir Henderson, fyrirfram er Cormier líklegri til að taka þetta, en ég ætla halda með Henderson í þessu þar sem hann á skilið að komast í titillbardaga. Henderson með KO í 3 lotu.

Cormier: Pétur Marinó, Hreiðar Már, Oddur Freyr, Guttormur Árni, Brynjar.
Henderson: Sigurjón Viðar

Robbie Lawler gegn Jake Ellenberger

Pétur Marinó Jónsson: Ég er á báðum áttum með þennan bardaga. Held að Lawler sé einfaldlega ekki tilbúinn í annan bardaga eftir algjört stríð fyrir tæpum 70 dögum síðan en mér finnst hann bara svo ógeðslega góður! Að sama skapi veit ég ekki hversu góður Jake Ellenberger er í raun og veru eftir vonbrigðin gegn Rory MacDonald og Martin Kampmann. Aftur á móti þegar hann er í stuði (sjá Shields og Marquardt rothöggin) geta fáir stöðvað hann. Hugsanlega er ég að ofmeta hann en skítt með það, Ellenberger tekur þetta eftir dómaraákvörðun.

Hreiðar Már Hermannsson: Robbie Lawler tapaði naumlega titilbardaganum sínum og ég held að hann komi til baka hungraður gegn Ellenberger. Ellenberger er að koma til baka eftir tap gegn Rory McDonald, sem Robbie Lawler buffaði fyrir stuttu. Ég set Lawler sem sannfærandi sigurvegara gegn Ellenberger. Hins vegar hafði ég rangt fyrir mér í nánast öllum spádómum fyrir seinasta UFC en ég vona að lukkan sé með mér í þetta skiptið!

Óskar Örn Árnason: Það gætir orðið jafnari bardagi en margir eiga von á. Ellenberger hefur lengi verið með þeim bestu í veltivigt og ef hann vill halda í vonina um að berjast um titil þarf hann að vinna þennan bardaga. Hann getur rotað og er sterkur á gólfinu. Vandamálið er að Lawler ætti að vera betri standandi og með mjög góða fellivörn. Lawler sigrar á stigum.

Oddur Freyr: Ég held líka að Lawler sigri Ellenberger, jafnvel hugsanlega með rothöggi.

Guttormur Árni Ársælsson: Ellenberger mun byrja vel en síðan þreytast hann og Lawler sigrar á stigum.

Brynjar Hafsteins: Að mínu mati finnst mér Robbie Lawler ofmetinn. Hann og Ellenberger eru á svipuðu leveli en ég held að sá síðarnefndi muni sigra gegn öllum veðbönkum.

Sigurjón Viðar Svavarsson: Robbie Lawler er einn af mínum uppáhalds bardagamönnum í UFC í dag. Sýndi það í bardaganum við Hendricks að hann á góðan möguleika að taka beltið einhvern daginn. Lawler tekur þetta með brútal KO í 1 lotu.

Lawler: Hreiðar Már, Óskar Örn, Oddur Freyr, Guttormur Árni, Sigurjón Viðar.
Ellenberger: Pétur Marinó, Brynjar Hafsteins

 

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular