Friday, April 19, 2024
HomeForsíðaSpá MMA Frétta fyrir UFC: McGregor vs. Siver

Spá MMA Frétta fyrir UFC: McGregor vs. Siver

Það er spennandi bardagakvöld í vændum í kvöld og margir spenntir fyrir því að sjá Conor McGregor berjast. Pennar MMA Frétta birta hér spá sína fyrir kvöldið en fjórir bardagar eru á aðalhluta bardagakvöldsins sem hefst kl 3 í nótt.

conor siver

Conor McGregor gegn Dennis Siver

Pétur Marinó Jónsson: Dennis Siver á ekki séns, hann er bara með punchers chance og það er ekki að fara að gerast í kvöld. Conor klárar Siver með haussparki eftir 3 mín. í 1. lotu

Óskar Örn Árnason: Conor segist ætla að klára Siver á 2 mín. Ég held ég verði bara að trúa honum.

Guttormur Árni Ársælsson: Siver er fullkominn andstæðingur fyrir Conor. Hann er með styttri faðm og ekki nægilega góður glímumaður til að ná Conor í gólfið. Conor sigrar með TKO í annarri lotu.

Eiríkur Níels Níelsson: Conor á eftir að rústa Siver og sigra hann með TKO í fyrstu lotu. Siver er með of stuttan faðm til að kýla Conor og hann mun aldrei ná honum niður. Þetta verður mjög einhliða bardagi.

Brynjar Hafsteins: Bardagi McGregors og Sivers er skömm fyrir íþróttina og minnir mig á boxið þegar þeir “padda recordið”. Ég vona að Siver verði heppinn og roti McGregor en ég sé það ekki gerast. Írinn vinnur í lok fyrstu lotu.

Oddur Freyr: Ég held að það sé ekki hægt annað en að veðja á McGregor en persónulega hefði ég mjög gaman af því að sjá Siver lækka í honum rostann. En ætli McGregor taki þetta ekki bara í fyrstu lotu.

Conor McGreogr: Pétur, Óskar, Guttormur, Eiríkur, Brynjar, Oddur.
Dennis Siver:

cerrone henderson

 Benson Henderson gegn Donald Cerrone

Pétur Marinó Jónsson: Þetta verður í fyrsta sinn síðan 2011 sem Henderson er í þriggja lotu bardaga en ekki fimm lotu ‘main event’. Ég held að gamli Henderson komi aftur og þetta verður fáranlega hraður og skemmtilegur þriggja lotu bardagi. Held að Henderson taki þetta á dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Mér líst ekki vel á þennan bardaga fyrir hönd Cerrone. Henderson sigrar á stigum.

Guttormur Árni Ársælsson: Cerrone hefur litið vel út undanfarið en hann er einn af þessum bardagaköppum sem klikka alltaf gegn topp andstæðingum. Henderson er hungraður eftir tapið gegn dos Anjos og sigrar Cerrone örugglega eftir dómaraúrskurð.

Eiríkur Níels Níelsson: Ég held klárlega með Cerrone en Henderson er svo góður í að stöðva andstæðinga sína frá því að spila sitt game plan. Þetta verður þriggja lotu bardagi sem Henderson sigrar á stigum. 

Brynjar Hafsteins: Minn maður Cerrone fann kriptónítið sitt í WEC og það heldur áfram. Bendo sigrar á dómaraákvörðun.

Oddur Freyr: Ég hef grun um að Henderson reyni að setja Cerrone á bakið og upp við búrið eins mikið og hægt er og það kæmi mér ekki á óvart ef honum tækist að ná sigri eftir dómaraákvörðun. En ég vil sjá Cerrone taka þetta og ætla að spá honum sigri eftir dómaraákvörðun, Cerrone tekur þetta með betri höggtækni.

Ben Henderson: Pétur, Óskar, Guttormur, Eiríkur, Brynjar,
Donald Cerrone: Oddur

hall stallings

Uriah Hall gegn Ron Stallings

Pétur Marinó Jónsson: Uriah Hall er ágætur og á að klára Stalling nokkuð auðveldlega. En ég held að Hall eigi eftir að stjórna bardaganum örugglega án þess að gera eitthvað rosalegt. Hall sigrar eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ég þekki andstæðing Hall lítið, verð því að spá Hall sigri.

Guttormur Árni Ársælsson: Ég hef aldrei séð Stallings keppa og spái Hall sigri eftir spark.

Eiríkur Níels Níelsson: Veit ekki mikið um Ron Stallings en þetta er fyrsti bardagi hans í UFC. Uriah Hall hefur það í sér að vera frábær bardagakappi en það er alltaf lottó hvaða Uriah Hall stígur í búrið að hverju sinni. Held að Hall sigri með TKO í annarri lotu.

Brynjar Hafsteins: Stallings sigrar á dómaraákvörðun og sýnir enn og aftur að Hall er ofmetin.

Oddur Freyr: Hall vs. Stallings á ekki að vera spennandi. Ég held að allir hljóti að spá Hall sigri, en ég spái því samt að Hall nái ekki að klára Stallings og taki þetta eftir dómaraákvörðun.

Uriah Hall: Pétur, Óskar, Guttormur, Eiríkur, Oddur.
Ron Stallings: Brynjar

Gleison tibau

Norman Parke gegn Gleison Tibau

Pétur Marinó Jónsson: Ég veit ekki hversu góður Norman Parke er, ég hef ekkert verið neitt svakalega hrifinn af honum hingað til. Tibau er ekta gatekeeper á topp 15 og ég held að Parke sé ekki nógu góður til að vera topp 15 lightweight í dag. Tibau sigrar fyrstu tvær loturnar og sigrar eftir dómaraákvörðun.

Óskar Örn Árnason: Ég held að Tibau sé of sterkur og reyndur fyrir Parke. Tibau sigrar, TKO 2. lota.

Guttormur Árni Ársælsson: Tibau er áhugaverður bardagamaður. Hann er risastór fyrir léttvigtina og er búinn að keppa í UFC í rúm átta (!) ár án þess að vera nokkurn tímann nálægt toppnum. Hann hefur dalað hægt og rólega að mínu mati á meðan Norman Parke er enn að bæta sig. Parke sigrar eftir dómaraúrskurð.

Eiríkur Níels Níelsson: Ég tel Parke vera líklegri til að fara með sigur af hólmi en ég býst ekki við neinum flugeldum í þessum bardaga og Parke mun sigra á stigum.

Brynjar Hafsteins: Tibau er sá sem ræður hver fer í topp 10 og er þetta skemmtilegur bardagi. Parke sigrar á því að vera sneggri og hefur fleiri vopn. Dómaraákvörðun.

Oddur Freyr: Ég spái því að Parke sigri með betra þoli og meiri hraða en Tibau. Hann lendir í vandræðum í fyrstu lotu en vinnur á þegar Tibau þreytist. Parke vnnur eftir dómaraákvörðun.

Norman Parke: Guttormur, Eiríkur, Brynjar, Oddur.
Gleison Tibau: Pétur, Óskar,

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular