Thursday, March 28, 2024
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Brynjólfur Ingvarsson (UFC 190)

Spámaður helgarinnar: Brynjólfur Ingvarsson (UFC 190)

brynjólfur ingvarsson binni buff
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

UFC 190 fer fram annað kvöld þar sem Ronda Rousey mætir Bethe Correia um bantamvigtartitil kvenna. Sjö bardagar verða á aðalhluta bardagakvöldsins og fengum við Brynjólf Ingvarsson til að spá í spilin fyrir helgina.

Brynjólfur er yfirþjálfari hjá Ými MMA á Selfossi en hann tekur sinn þriðja MMA-bardaga þann 8. ágúst. Brynjólfur, 2-0 í áhugamannabardögum, hefur einnig æft um langt skeið í Mjölni og keppt fyrir hönd Mjölnir/HR í hnefaleikum. Bardaginn fer fram í Cage Kings bardagakeppninni á Írlandi og mætir Brynjólfur heimamanninum Jeanderson Castro. Brynjólfur er um þessar mundir staddur á Írlandi við æfingar.

Veltivigt: Demian Maia gegn Neil Magny

Demian Maia er talinn einn besti BJJ iðkandinn í veltivigtinni ásamt Gunnari Nelson. Demian hefur einnig sýnt góðar fellur og það á móti sterkum wrestlerum. Magny er sennilega með lengstu óbrotnu sigurgönguna í veltivigtinni (sjö sigrar) en hann er að taka stórt skref upp á við gegn Maia. Auk þess er hann öflugastur í gólfinu og hann er ekki að fara að vinna Maia þar. Maia sigrar eftir einróma dómaraákvörðun.

Strávigt kvenna: Jessica Aguilar gegn Claudia Gadelha

Gadelha hefur aðeins eitt tap á ferlinum og það var eftir klofna dómaraákvörðun gegn ríkjandi meistara. Aguilar er hins vegar alger nagli, hefur unnið titla utan UFC og ætlar nú að stimpla sig í öflugustu deild í heimi. Þær virðast báðar öflugastar í jörðinni en Gadelha er svart belti og Aguilar brúnt og ég held að Gadelha muni sýna af hverju. Gadelha eftir uppgjafartak.

Þungavigt: Soa Palelei gegn Antonio ‘Bigfoot’ Silva

Bigfoot hefur átt virkilega erfitt uppdráttar síðustu bardaga og er líklegast á síðustu metrunum. Báðir eru risavaxin skrímsli og ég sé ekki fyrir mér að þessi endi hjá dómurunum. Báðir eru svart belti í BJJ og ég sé ekki fyrir mér að þeir þoli ground ‘n’ pound frá hvor öðrum. Þá snýst þetta um fellur og ég tel Palelei ekki færan um að ná stórfæti niður. Bigfoot hefur sýnt að hann er hættulegur standandi og nú er hann kominn út í horn hvað ferilinn varðar svo hann er jafn hættulegur og hann mun nokkurn tímann vera. Bigfoot eftir rothögg í 2. lotu.

Þungavigt: Antonio ‘Big Nog’ Nogueira gegn Stefan Struve

Stefan Struve og Big Nog eru báðir vel þekktir en hefur ekki gengið vel upp á síðkastið. Struve er langur en hefur ekki fótavinnuna til að notfæra sér það og hleypir mönnum allt of mikið inn. Big Nog hefur yfirleitt gengið vel í Brasilíu en flestir eru sammála um að hann ætti að fara að enda ferilinn frekar en að taka meiri skaða. Struve vinnur oftast í jörðinni en þar er Big Nog meistari. Hvorugur er með einhverjar rosalegar fellur svo þessi bardagi verður háður standandi og Big Nog útboxar Struve. Big Nog með TKO í 2. lotu.

Léttþungavigt: Antonio ‘Lil Nog’ Nogueira gegn Mauricio Shogun Rua

Aftur bardagi þar sem keppendurnir hafa ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Lil Nog hefur ekki gert mikið til að vekja athygli síðan hann kom inn og rotaði Luiz Cane. Hann á þó sigur gegn Rashad Evans og leit vel út á móti Tito Ortiz. Shogun hefur haldið titlinum en virðist ekki lengur hafa það sem þarf til að vera á toppnum. Báðir eru naglar og bardaginn gæti auðveldlega klárast en ég held að þeir muni þrauka þennan. Bardaginn verður fram og aftur og dómararnir komi til með að þurfa að skera úr um, gefandi Lil Nog tvíræðan sigur. Lil Nog sigrar eftir klofna dómaraákvörðun.

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Bethe Correia

Ronda er einfaldlega of góð. Ég sé fyrir mér að hún strunsi inn í clinch, taki Correia niður, noti megnið af lotunni í högg á jörðinni og fái þá einn armbar úr mount sem hún tekur. Correia einfaldlega hefur ekki fótavinnuna til að halda Rondu af sér og ekki höggþungan til að rota hana. Rousey með uppgjafartaki í 1. lotu.

Áhugasamir geta fylgt Brynjólfi (Binni Buff) á Twitter hér

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular