Thursday, March 28, 2024
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Hrólfur Ólafsson (UFC 193)

Spámaður helgarinnar: Hrólfur Ólafsson (UFC 193)

hrólfur ólafsson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Spámaður helgarinnar að þessu sinni er Hrólfur Ólafsson. Hrólfur er einn af átta Íslendingum sem keppir á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA í næstu viku. Að hans mati er Holly Holm ekki tilbúin í Rondu Rousey.

Hrólfur er 2-0 í MMA og kennir sparkbox í Mjölni. Hrólfur er mikill MMA aðdáandi og er nokkuð spenntur fyrir bardagakvöldinu. Gefum honum orðið.

Þungavigt: Stevan Struve gegn Jared Rosholt

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Struve barist marga bardaga í UFC og hefur alltaf sýnt mikið hjarta. Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið fylgst með Jared en hann er engu að síður mjög hættulegur bardagamaður. Struve er mun stærri og lengri og þarf hann að notfæra sér það til að halda Jared frá sér og vinna bardagann með því að pikka hann í sundur með höggum. Mín spá er að Struve komi sér snemma í vandræði en nái að komast úr þeim og Rosholt klári orkuna í að reyna klára hann. Í 3. lotu skýtur Rosholt í double leg og Struve nær honum í guillotine hengingu.

Millivigt: Robert Whittaker gegn Uriah Hall

Hérna erum við að tala um tvær TUF stjörnur með svakalegan höggþunga. Mér finnst þeir báðir vera búnir að líta mjög vel út upp á síðkastið og hægt er að segja að þetta séu tvær stjörnur að rísa upp metorðastigann í millivigt. Þetta er líklega erfiðasti bardaginn til að spá fyrir. Mín spá er að Whittaker berjist gáfulega og láti Uriah ekki ná sér með svakalegum snúningsspörkum eða fljúgandi hnjáspörkum. Whittaker vinnur þetta á dómaraúrskurði.

Þungavigt: Mark Hunt gegn Antonio Silva

Það eru komin tvö ár síðan þessir börðust seinast og endaði sá svakalegi bardagi í jafntefli. Það verður áhugavert að sjá hvernig Hunt kemur til baka eftir tvö erfið töp, sérstaklega á móti Stipe Miocic sem var erfitt að horfa á undir lokin. Silva er held ég með mjög veika höku og sást það á móti Arlovski og Mir. Báðir búnir að eiga erfitt uppá síðkastið en ég held að Hunt komi sterkari til baka. Mín spá er að fyrsta lota verði slug fest svo í lotu 2. taki Hunt sitt signature walk off knockout.

Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jędrzejczyk gegn Valérie Létourneau

Ég segi það sama um Joanna og Rondu – hún á sinn þyngdarflokk. Alltaf þegar Joanna berst er eins og að hún sé að berjast upp á líf og dauða og kunni ekki að gefa eftir. Ég verð að viðurkenna að ég hef lítið fylgst með Valérie en af því sem ég hef séð tel ég hana ekki vera tilbúna í Joanna. Mín spá er að Joanna vinni með TKO í 2. lotu.

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Ronda Rousey gegn Holly Holm

Holly Holm leit mjög vel út áður en hún kom í UFC og ég gat ekki beðið eftir að sjá hana á móti Rondu í framtíðinni. Hún hefur aðeins tekið tvo bardaga í UFC og unnið þá báða á dómaraúrskurði á móti konum sem hentuðu hennar stíl mjög vel. Hvað er hægt að segja um Rondu? Hún á þennan þyngdarflokk gjörsamlega og ef hún vill halda mikið lengur áfram í íþróttinni held ég að hún þurfi að fara berjast við strákana – hún er gjörsamlega óstöðvandi. Mín spá er að Ronda sigri á armbar kringum fyrstu mínútu í fyrstu lotu. Holly er einfaldlega ekki alveg tilbúin í það sem Ronda hefur uppá að bjóða.

UFC 193 fer fram annað kvöld í Ástralíu. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3, aðfaranótt sunnudags.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

2 COMMENTS

  1. Enn og aftur er þetta spurning um hvort Holly Holm geti haldið Ronda Rousey frá sér ef hún getur það á hún möguleika hún er gríða góð standandi langan faðm b+ spörk en ef hún getur haldið henni frá sér tekið frumkvæðið sem hún verður að gera ef hún ætlar að eiga möguleika ef ekki þá verður rúst mjög snemma:-)

  2. Það fór eins og mig grunaði og skrifaði hér fyrir neðan Holly Holm gerði það sem þurfti hélt Rondu frá sér með briljant höggum og það voru hæfileikar hennar sem hnefleikakappa sem gerðu útum bardagan en hún endaði leikin með hásparki sem rotaði Rondu niður staðan er sú Holly Holm var einfalega miklu miklu betri á öllum sviðum bardagans og í þessum bardaga kom í ljós hvað vantar mikið enþá uppá hjá rondu annað hún henni var kaltt á höndum þegar hún kom inni hringin var að blása í lófan sem þíddi hún var rosa stressuð eftir fyrstu lotu andaði hún með galopin munnin meðan að Holly sat poll róleg og andaði rólega gegnum nefið Holly holm var í kvöld með svipaða yfirburði gegn Rondu og Ronda hefur haft gegn öðrum konum frábær frammistaða.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular