Friday, March 29, 2024
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Logi Pedro (UFC 200)

Spámaður helgarinnar: Logi Pedro (UFC 200)

Logi Pedro Mynd: Magnús Elvar Jónsson.
Logi Pedro
Mynd: Magnús Elvar Jónsson.

UFC 200 er í kvöld! Það verður sannkölluð veisla í kvöld og nóg af spennandi bardögum. Spámaður helgarinnar að þessu sinni er tónlistarmaðurinn Logi Pedro.

UFC 200 er eitt stærsta kvöld allra tíma og er Logi mjög spenntur fyrir kvöldinu. Logi byrjaði að fylgjast með MMA í fyrra og er orðinn mikill MMA áhugamaður. Logi er í hljómsveitunum Retro Stefson og Sturla Atlas og hefur nýlega lokið grunnnámskeiði í brasilísku jiu-jitsu í Mjölni. Kíkjum á spána hans.

ufc 200 tate nunes

Titilbardagi í bantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Amanda Nunes

Ég er mjög hrifinn af þessum konum. Þær eru báðar mjög skemmtilegar og ég er spenntur að sjá þennan bardaga. Nunes er algjör nagli og ég horfði á hana berjast við Shevchenko.

Ég er frekar nýbyrjaður að horfa á UFC en ég náði að fylgjast með leið Tate að titlinum og þess vegna langar mig að sjá hana verja titilinn á UFC 200 og taka svo Rousey vs. Tate 3 um beltið sem fyrst. Tate sigrar með uppgjafartaki í 1. lotu.

lesnar hunt

Þungavigt: Brock Lesnar gegn Mark Hunt

Þegar við vorum ungir eyddum við bræðurnir sumrunum í Portúgal. Á kvöldin horfðum við á WWE í sjónvarpinu. Við gjörsamlega dýrkuðum WWE. Þetta var vissulega fyrir debutið hans Brock Lesnar en ást mín á þessu raunveruleika-leikriti sem á sér stað í WWE fylgdi mér yfir á unglingsárin og því átti ég auðvitað alla WWE leikina fyrir Playstation. Og þar kynntist ég Brock Lesnar fyrst.

Þessi maður er mennskt naut. Ég elska að horfa á hann berjast. Hraðinn hans er ótrúlegur og svo getur hann kreist lífið út úr fólki. Á doldið erfitt með að recovera frá höggum en getur tekið við þeim óþægilega lengi.

Mark Hunt hef ég voðalega lítið kynnt mér. Einmitt núna er ég að horfa á hann berjast við Roy Nelson. Þeir minna mig báðir á dvergana í Hringadróttinssögu, án þess að ætla að gera lítið úr þungavigtinni. Miðað við 13 cm muninn á þeim Brock og Hunt þá verður þetta eitthvað rosalegt að horfa á.

Þessir haymakers frá Hunt eru áhyggjuefni og það væri ógeðslega leiðinlegt að sjá hann rota Lesnar í þessu comebacki. Vonandi fáum við líka að sjá Brock Lesnar í 100% standi. Þessi gaur var náttúrulega með beltið og það er fátt fallegra en að sjá mann með þessa líkamsbyggingu taka góðan bardaga. Lesnar sigrar eftir uppgjafartak í 2. lotu.

cormier anderson silva

Léttþungavigt: Daniel Cormier gegn Anderson Silva

Ég trúi því varla að þetta sé að fara að gerast. Sá Atla Má félaga minn tala um að DC myndi henda Silva úr búrinu. Ekkert nema ást á Silva samt, einn skemmtilegasti bardagamaður ever. En DC er í rosalegu formi. Kannski sjáum við aldrei aftur DC í svona formi, hann er orðinn 37 ára. Þetta er sick dæmi og fyrir sögubækurnar. Þetta verður first round knockout hjá DC.

Jose_Aldo_vs_Frankie_Edgar

Titilbardagi í fjaðurvigt: Jose Aldo gegn Frankie Edgar

Var að horfa á eitthvað live event um daginn á Fight Pass. Búrið var skreytt með myndum af Jose Aldo að borða hamborgara og vera almennt mjög likeable týpa. Sem hann er eiginlega ekki. Vissulega er sagan hans mögnuð og falleg en fyrir mig sem að kynnist honum í kringum Conor bardagann þá er hann holdgervingur þess að vera tapsár.

Ég veit ekki mikið um Edgar en ég leit á tölurnar hans og síðustu bardaga og það verður ótrúlega skemmtilegt að horfa á þetta. Ég er samt spenntari að sjá McGregor vs. Aldo 2 og vil því frekar sjá Aldo klára þetta. Aldo með TKO/KO í 4. lotu.

Velasquez-Browne

Þungavigt: Cain Velasquez gegn Travis Browne

Ég veit eiginlega ekki neitt um þessa tvo. Horfði reyndar á Velasquez vs. Lesnar um daginn og sá að það er Brown Pride tattúerað á bringunni. Sem er líka bara hið besta mál. Allavega, þori eiginlega ekki að segja mikið um þennan bardaga en ég held að Velasquez taki þetta eftir decision.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular