Thursday, April 25, 2024
HomeErlentStipe Miocic var mættur á slökkviliðsstöðina í dag

Stipe Miocic var mættur á slökkviliðsstöðina í dag

stipe-miocic-203Stipe Miocic varði þungavigtartitil sinn á laugardaginn á UFC 203. Hann var ekki lengi að fagna enda var hann mættur á slökkviliðsstöðina í morgun.

Meðfram bardagaferlinum starfar Stipe Miocic sem slökkviliðsmaður og sjúkraflutningamaður. Hann vinnur mest á kvöldin og um helgar og er með góða yfirmenn sem hjálpa honum að púsla bardagaferlinum með aukavinnunni.

Miocic elskar að hjálpa fólki og er ekki tilbúinn að hætta sem slökkviliðsmaður þrátt fyrir að vera þungavigtarmeistari UFC. Þess má geta að Miocic fékk tæpar 70 milljónir íslenskra króna fyrir sigurinn á Overeem um helgina.

Margir bardagamenn kjósa að fara í frí og jafnvel slappa af á ströndinni eftir bardaga og langan undirbúning þar á undan en ekki Miocic. Í dag var hann mættur á slökkviliðsstöðina þar sem hann mætti á námskeið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular