Tuesday, March 19, 2024
HomeErlentStuðlarnir stöðugt að breytast - sérfræðingar aldrei séð annað eins

Stuðlarnir stöðugt að breytast – sérfræðingar aldrei séð annað eins

Veðbankastuðlarnir fyrir bardaga Conor McGregor og Floyd Mayweather hafa breyst talsvert frá því fyrst var hægt að veðja á bardagann. Sigur hjá Conor yrði ekkert svo óvæntur miðað við hvernig stuðlarnir eru núna.

Stuðlarnir hjá veðbönkum eru á stöðugri hreyfingu enda breytast þeir eftir því sem fleiri leggja undir. Lengi var talað um bardagann og var hægt að veðja á hann hjá mörgum veðbönkum áður en hann varð staðfestur. Það var svo ekki fyrr en 14. júní sem bardaginn var staðfestur og nú eru aðeins sex dagar í bardagann.

Í fyrstu var Floyd Mayweather talsvert sigurstranglegri og var stuðullinn á Floyd aðeins 1,04 en 10,5 á Conor. Bardagaaðdáendur virðast hins vegar hafa mikla trú á Conor og hefur stuðullinn á hann lækkað niður í 4.

Þetta er gífurleg breyting og segjast sérfræðingar í veðmálabransanum aldrei séð aðrar eins sviptingar.

Stuðullinn á Conor er núna lægri en hjá Miguel Cotto, Marcos Maidana (í bæði skiptin), Robert Guerrero og Andre Berto samkvæmt Odds Shark þegar þeir mættu Floyd. Berto var síðasti bardagi Floyd en stuðullin á sigri Berto var í kringum 12 og 1,03 á Floyd. Berto var á þeim tíma 30-3 á atvinnuferlinum í boxi á meðan Conor er 0-0.

Margir sérfræðingar hafa talað um að sigur hjá Conor yrði einhver óvæntustu úrslit í sögu bardagaíþrótta en stuðlarnir eru ekki á sama máli. Vissulega er Floyd ennþá sigurstranglegri hjá veðbönkum og væri sigur hjá Conor óvæntur. Það væri aftur á móti ekki meðal óvæntustu sigra allra tíma miðað við stuðlana. Til samanburðar var stuðullinn á sigur Buster Douglas gegn Mike Tyson 42! Sigur hjá Holly Holm gegn Rondu Rousey var í kringum 5,5.

Það er auðvitað ekkert eðlilegt við þennan bardaga og kannski bara viðeigandi að stuðlarnir séu það ekki heldur. Hér að neðan má sjá hvernig stuðlarnir hafa breyst frá nóvember en stuðlarnir koma frá Odds Shark.

17. nóv 6. des 29. jan 27. feb 16. mars
Mayweather 1,04 1,06 1,07 1,12 1,08
McGregor 10,5 9,5 8,5 6,25 7,5
24. apr 30. apr 14. jún 15. jún 26. jún
Mayweather 1,14 1,13 1,13 1,17 1,18
McGregor 5,5 5,75 6 5 4,75
27. jún 29. jún 5. júl 9. júl 12. júl
Mayweather 1,17 1,15 1,17 1,18 1,2
McGregor 5 5,25 5 4,75 4,5
18. júl 19. júl 25. júl 27. júl 4. ágú
Mayweather 1,18 1,17 1,18 1,17 1,18
McGregor 4,75 5 4,75 5 4,75
12. ágú 16. ágú 18. ágú
Mayweather 1,2 1,22 1,25
McGregor 4,5 4,25 4
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular