Friday, March 29, 2024
HomeForsíðaSunna nálægt fullum bata

Sunna nálægt fullum bata

Sunna Rannveig Davíðsdóttir er nú á góðum batavegi og nálægt fullum bata. Sunna hefur glímt við handarmeiðsli síðan í fyrra og fer fljótlega að geta hafið æfingar á fullu.

Sunna Rannveig vann báða bardaga sína í fyrra í Invicta bardagasamtökunum. Eftir sigurinn á Kelly D’Angelo i júlí greindi Sunna frá handarmeiðslum sínum. Eftir nánari skoðun kom í ljós að hún yrði frá vegna meiðslanna í nokkra mánuði.

„Þetta er bólga í beininu á handarbeininu en þetta gerðist sem sagt í bardaganum gegn Mallory Martin [í mars] og síðan þá hefur verið mikið álag á höndinni í langan tíma. Ég er búin að vera sködduð síðan og tímabært að taka smá hvíld,“ sagði Sunna við MMA Fréttir í ágúst.

Núna er hún orðin fær um að setja meira álag á höndina og hefur endurhæfingin gengið vel samkvæmt heimildum MMA Frétta. Í febrúar stefnir hún á að geta kýlt af alefli með hægri höndinni og ef höndin ræður við álagið getur hún farið að leita að næsta bardaga.

Næsta bardagakvöld Invicta FC fer fram nú í janúar en næstu viðburðir þar á eftir fara fram í mars og maí.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular