Wednesday, April 24, 2024
HomeForsíðaÞrír Íslendingar keppa á stóru boxmóti í London um helgina

Þrír Íslendingar keppa á stóru boxmóti í London um helgina

Frá vinstri: Kjartan (þjálfari), Þórður, Kristján, Jafet og Birgir. Mynd af Facebook síðu VBC.

Þrír Íslendingar keppa á stóru boxmóti í Englandi um helgina. Keppni hefst í dag en mótið stendur yfir alla helgina.

522 keppendur eru skráðir á Haringey Box Cup mótið sem fer fram í London um helgina. Þar á meðal eru þeir Þórður Bjarkar, Jafet Örn Þorsteinsson og Kristján Kristjánsson úr VBC MMA.

Mótið fer fram í Alexandra Palace í London og er stærsta boxmót áhugamanna í Evrópu. Margir færir boxarar hafa tekið þátt á mótinu í gegnum tíðina en þungavigtarstjarnan Anthony Joshua vann mótið tvisvar þegar hann var áhugamaður.

Strákarnir hefja leik í dag en Þórður keppir í -64 kg flokki, Jafet í -75 kg flokki og Kristján í -91 kg flokki. Mótið hefst kl 16 í dag og luku strákarnir vigtun og læknisskoðun í hádeginu í dag.

Strákarnir munu vera með Snapchat MMA Frétta og sýna aðeins á bakvið tjöldin á mótinu.
Snapchat: mmafrettir

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular