Thursday, April 18, 2024
HomeErlentTyron Woodley segist vera kominn með andstæðing

Tyron Woodley segist vera kominn með andstæðing

Veltivigtarmeistarinn Tyron Woodley segist vera kominn með andstæðing fyrir sína næstu titilvörn. Fáir koma til greina miðað við stöðuna í veltivigtinni og velta margir fyrir sér hvort Nick Diaz sé andstæðingurinn.

Tyron Woodley varði titilinn sinn með sigri á Stephen Thompson á UFC 209. Hann lét nýlega hafa eftir sér að hann vilji berjast næst á UFC 213 í júlí og virðist sem svo að sú ósk verði að veruleika. Hann sagði einnig að æfingabúðirnar sínar væru þegar byrjaðar fyrir sína næstu titilvörn.

Í gær sagði hann svo að hann væri með bardaga í júlí en gat ekki sagt hver andstæðingurinn hans væri.

Flestir í veltivigtinni eru með bardaga núna og Demian Maia (sem á að flestra mati skilið að fá næsta titilbardaga) á að mæta Jorge Masvidal í maí. Það er því enginn augljós kostur og velta því margir fyrir sér hvort andstæðingurinn sé Nick Diaz.

Tyron Woodley hefur margoft sagt að hann vilji mæta Diaz. Samkvæmt fjölmiðlamanninum Luke Thomas var Diaz boðinn bardagi á dögunum og er bardaginn sagður vera fáranlegur af ástæðum sem eru ókunnar. Titilbardagi fyrir Nick Diaz væri svo sannarlega fáranlegur bardagi enda hefur hann lítið barist undanfarin ár og ekki unnið bardaga síðan 2011.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular