Thursday, April 18, 2024
HomeErlentUFC 193 verður á Etihad leikvanginum

UFC 193 verður á Etihad leikvanginum

UFC Fight Night: Lawler v BrownÞann 15. nóvember fer UFC 193 fram og eftir miklar vangaveltur er loksins kominn leikvangur fyrir bardagana. Etihad leikvangurinn varð fyrir valinu og gæti UFC selt 56.000 miða á viðburðinn.

UFC 193 fer fram í Melbourne í Ástralíu en þetta verður fyrsti UFC viðburðurinn í borginni. Melbourne er staðsett í Victoria fylki í Ástralíu en þar var bannað að berjast í búri (eins og það var orðað í lögunum) þangað til fyrir skömmu. UFC ætlar því að koma inn í fylkið með hvelli og halda risastóran viðburð.

Etihad leikvangurinn tekur 56.000 manns og ef uppselt verður á viðburðinn verður þetta stærsta bardagakvöld í sögu UFC. Það stærsta til þessa er 55.000 manna bardagakvöld í Kanada þegar UFC 129 fór fram árið 2011. Þá varði veltivigtarmeistarinn Georges St. Pierre beltið sitt gegn Jake Shields en á UFC 193 mun annar veltivigtarmeistari verja beltið sitt.

Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robbie Lawler og Carlos Condit um veltivigtartitilinn. Aðrir bardagar eru viðureignir Mark Hunt og Antonio Silva, Jake Matthews gegn Akbarh Arreola og Daniel Kelly gegn Ricardo Abreu. Fastlega er búist við að Micheal Bisping mæti Robert Whittaker á kvöldinu.

Talið var að Ronda Rousey-Miesha Tate yrði jafnvel á bardagakvöldinu en Dana White sagði svo ekki vera. Þá gæti viðureign Alistair Overeem og Junior dos Santos farið fram á viðburðinum.

etihad

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular