Friday, April 19, 2024
HomeErlentUFC 204 fer fram í Manchester - Verður Gunnar þar?

UFC 204 fer fram í Manchester – Verður Gunnar þar?

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

UFC 204 mun fara fram í Manchester í október þar sem Michael Bisping mun verja beltið sitt í fyrsta sinn. Þá mætir hann Dan Henderson í aðalbardaga kvöldsins á sínum heimavelli.

Þetta herma heimildir MMA Fighting. Bæði Henderson og Bisping hafa samþykkt að mætast á UFC 204 en einungis er um að ræða munnlegt samkomulag enn sem komið er.

Bardagakvöldið mun taka mið af bandaríska sjónvarpsmarkaðnum og mun því aðalhluti bardagakvöldsins hefjast seint á staðartíma í Manchester. Bardagi Bisping og Henderson verður því kl 5 um morguninn í Englandi sem er ansi sérstakt.

Bardagakvöldið verður eflaust mjög stórt á evrópskan mælikvarða og vonumst við eftir að sjá Gunnar Nelson berjast þar. Bardagakvöldið fer fram þann 8. október í Manchester Arena en höllin tekur um 20.000 manns.

Gunnar hefur ekkert barist síðan hann vann Albert Tumenov í Rotterdam þann 8. maí. Gunnar er sem stendur í 11. sæti styrkleikalistans og verður gaman að sjá hvaða andstæðing hann fær næst.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular