Tuesday, April 23, 2024
HomeErlentUFC 205 í New York nánast fullskipað - Enginn Conor eða Ronda

UFC 205 í New York nánast fullskipað – Enginn Conor eða Ronda

ufc new york 2UFC bardagakvöldið í New York er komið með tíu bardaga. Á laugardaginn birti UFC þá bardaga sem hafa verið staðfestir á UFC 205 en bardagakvöldið fer fram þann 12. nóvember í Madison Square Garden.

12 bardagar eru vanalega á númeruðu bardagakvöldunum. Það vantar því aðeins tvo bardaga í að bardagakvöldið verði komið á hreint. Á laugardaginn birti UFC þá bardaga sem staðfestir hafa verið og leit bardagakvöldið svona út:

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í veltivigt: Tyron Woodley gegn Stephen Thompson
Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Karolina Kowalkiewcz
Veltivigt: Kelvin Gastelum gegn Donald Cerrone
Bantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Raquel Pennington

Upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Frankie Edgar gegn Jeremy Stephens
Millivigt: Tim Kennedy gegn Rashad Evans
Veltivigt: Lyman Good gegn Belal Muhammad
Léttvigt: Jim Miller gegn Thiago Alves
Millivigt: Rafael Natal gegn Tim Boetsch
Bantamvigt kvenna: Liz Carmouche gegn Katlyn Chookagian

Svona leit uppröðunin út í útsendingunni á laugardaginn frá UFC bardagakvöldinu í Brasilíu. Einn bardagi á eftir að bætast á aðalhluta bardagakvöldsins og einn upphitunarbardagi. Líklegast mun bardagi Yoel Romero og Chris Weidman bætast við aðalhluta bardagakvöldsins en samningaviðræður hafa staðið yfir í smá tíma. Weidman er sagður vera ósáttur við þá upphæð sem hann átti að fá fyrir bardagann og vill fá meira. Weidman verður eiginlega að vera á bardagakvöldinu enda var hann einn af þeim sem barðist hvað mest fyrir því að fá MMA lögleitt aftur í New York ríki.

New York maðurinn Frankie Edgar verður í síðasta upphitunarbardaganum og mætir Jeremy Stephens. Sá síðarnefndi var ósáttur við að vera í upphitunarbardaga en hafa ber í huga að iðulega er síðasti upphitunarbardaginn með mikið áhorf.

Það eru ákveðin vonbrigði að sjá ekki fleiri bardagamenn frá New York þetta kvöld. Jon Jones er frá New York en hann er auðvitað í banni. Aljamain Sterling gæti verið í síðasta upphitunarbardaganum og þá er Gian Villante meiddur en hann átti að mæta Marcos Rogerio de Lima þetta kvöld. Al Iaquinta átti auðvitað að mæta Thiago Alves eins og frægt er en var ósáttur með kjör sín. Í fyrstu var talið að allir þessir menn myndu berjast á þessu sögulega New York bardagakvöldi.

Ólíklegt er að Conor McGregor berjist í New York eins og staðan er núna og enn ólíklegra að Ronda Rousey berjist. Bardagakvöldið er auðvitað stórt en kannski ekki eins risastórt og aðdáendur hefðu búist við miðað við fyrsta viðburð UFC í Madison Square Garden. Þetta er þó bara fyrsta kvöldið í New York af mörgum og munum við eflaust fá viðburð í Madison Square Garden árlega.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular