Thursday, March 28, 2024
HomeErlentUFC íhugar að færa Dublin bardagakvöldið til Liverpool

UFC íhugar að færa Dublin bardagakvöldið til Liverpool

Ansi hávær orðrómur var á kreiki á dögunum um að UFC ætli sér að heimsækja Dublin í maí. Nú herma heimildir að UFC ætli sér ekki til Dublin í maí og fari frekar til Liverpool.

UFC staðfesti aldrei bardagakvöldið í Dublin en samkvæmt heimildum MMA Frétta var UFC í leit að bardögum fyrir bardagakvöld í Dublin. Nú virðast bardagasamtökin ætla að hætta við bardagakvöld í Dublin og heimsækja þess í stað Liverpool en það er MMA Fighting sem greinir frá. Bardagakvöldið í Dublin átti að vera þann 27. maí og á bardagakvöldið í Liverpool að vera sama kvöld.

Bardagakvöld í Dublin hefði verið afar spennandi fyrir Gunnar Nelson enda er hann gríðarlega vinsæll þar. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, lagði til að Gunnar myndi mæta Darren Till í aðalbardaga kvöldsins.

Það virðist ekkert ætla að verða úr bardaga Gunnars og Till en Till verður þó sennilega í aðalbardaga kvöldsins þann 27. maí. Till kemur frá Liverpool og ef UFC heimsækir borgina í fyrsta sinn er nær öruggt að Till verði í aðalbardaga kvöldsins. Till hefur óskað eftir bardögum gegn Rafael dos Anjos og Stephen Thompson.

UFC hefur ekki heimsótt Dublin síðan 2015 en heldur bardagakvöld í Englandi reglulega eins og nú um helgina.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular