Thursday, March 28, 2024
HomeErlentUFC Molar: Barao með bardaga í fjaðurvigt og Cain snýr aftur á...

UFC Molar: Barao með bardaga í fjaðurvigt og Cain snýr aftur á UFC 200

Renan-Barao-enfrenta-Scott-Jorgensen-no-UFC-143UFC-vélin er að setja saman bardaga fyrir næstu bardagakvöld og eru fyrstu bardagarnir á UFC 200 farnir að sjást.

Barao fer upp í fjaðurvigt

Fyrrum bantamvigtarmeistarinn Renan Barao fer upp í fjaðurvigt og mætir Jeremy Stephens. Bardaginn fer fram á UFC Fight Night 88 þann 29. maí. Barao var taplaus í 32 bardögum í röð þar til hann mætti TJ Dillashaw sem hefur nú sigrað hann í tvígang. Þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 2007 sem Barao berst í fjaðurvigt og verður áhugavert að sjá hvernig fyrrum bantamvigtarmeistarinn kemur til leiks.

Jeremy Stephens er með bakið upp vegg eftir þrjú töp í síðustu fjórum bardögum. Stephens er mikill rotari og með 16 sigra eftir rothögg. Stephens hefur barist í léttvigt og sigraði þar til að mynda núverandi léttvigtarmeistarann, Rafael dos Anjos.

cain velas

Cain snýr aftur

Fyrrum þungavigtarmeistarinn Cain Velasquez mun snúa aftur til leiks á UFC 200. Þá mætir hann Travis Browne en Velasquez hefur ekki barist síðan hann tapaði titlinum til Werdum í júní í fyrra. Velasquez átti að mæta Werdum aftur í febrúar áður en hann meiddist í enn eitt skiptið.

Travis Browne hefur skipts á að sigra og tapa að undanförnu en síðast sigraði hann Matt Mitrione. Sá bardagi þótti fremur umdeildur en Browne potaði tvívegis í augu Mitrione sem hafði áhrif á Mitrione.

Hvorugur bardaganna hafa þó verið staðfestir af hálfu UFC. Þá er talið að Gegard Mousasi mæti Derek Brunson á UFC 200.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular