Thursday, March 28, 2024
HomeErlentUFC Rotterdam - Aðalbardagar kvöldsins

UFC Rotterdam – Aðalbardagar kvöldsins

overeem arlovski

Þá er dagurinn runninn upp – Gunnar Nelson mætir Albert Tumenov á UFC bardagakvöldinu í Rotterdam í kvöld. Hérna förum við yfir tvo síðustu bardaga kvöldsins og rýnum í hvort eitthvað varið sé í þá.

Báðir þessir bardagar eru í þungavigt en þeir eru misjafnir í gæðum. Beint á eftir Gunnari mætast tveir risar, Stefan „Skyskraper“ Struve og Antonio „Bigfoot“ Silva. Báðir menn nýta sér yfirleitt leyfilega hámarsþyngd sem er 265 pund eða 120 kg. Struve er hávaxnasti bardagamaður í UFC, litlir 213 cm og með 215 cm faðmlengd. Aðeins einn annar bardagamaður er með svo langan faðm í UFC en það er enginn annar en Jon Jones.

Stefan-Struve
Stefan Struve

Stefan Struve er 28 ára Hollendingur. Þrátt fyrir ungan aldur er hann með 34 bardaga á bakinu og hefur verið í UFC í sjö ár. Struve þótti mjög efnilegur og sigraði marga góða andstæðinga á borð við Pat Barry og Stipe Miocic.

Árið 2013 var útlit fyrir að Struve þyrfti að hætta ungur í íþróttinni þegar hjartagalli uppgvötvaðist. Eftir miklar rannsóknir og lyfjameðferð fékk hann heimild til að berjast aftur árið 2014 en hljóp þá beint í fangið á Alistair Overeem sem rotaði hann í fyrstu lotu. Eftir það vann hann einn og tapaði öðrum bardaga á stigum en hefur ekki litið neitt sérstaklega vel út. Nú segist hann vera endurfæddur og ætlar að valta yfir Silva.

Antonio-Bigfoot-Silva-UFC-146-weigh-478x270
Bigfoot Silva

„Bigfoot“ Silva þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Acromegaly sem gerir það að verkum að líkaminn framleiðir óvenju mikið af vaxtahormónum sem skýrir útlit hans. Útlit sem þetta er oft kallað „gigantisism“ eða „giantism“ sem þýðir að Silva er bókstaflega stökkbreyttur risi. Silva hefur sigrað báða keppndur í aðalbardaga kvöldsins en undanfarið hefur hann gert meira af því að tapa en vinna. Hann hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum og verður því að sigra Struve til að halda starfinu.

overeem lesnar gif

Í aðalbardaga kvöldsins mætast Alistair Overeem og Andrei Arlovski í mjög spennandi viðureign. Þessir tveir eru lifandi goðsagnir sem þegar hafa skrifað nafn sitt rækilega í sögubækurnar. Báðir æfa hjá hinum virtu þjálfurum Greg Jackson og Mike Winkeljohn sem gerir bardagann þeim mun áhugaverðari. Það sem er skrítið er að þjálfararnir hafa ákveðið að standa með Arlovski og undirbúa hann fyrir bardagann. Það þýðir að þeir sem þekkja styrkleika og veikleika Overeem best eru að undirbúa Arlovski.

andre arlovski

Báðir þessir kappar hafa litið hrikalega vel út upp á síðkastið. Arlovski tapaði kannski sínum síðasta bardaga en sigraði sex þar á undan. Overeem hefur sigrað þrjá í röð og tap Ben Rothwell gegn Junior Dos Santos hefur gert þennan bardaga þeim mun mikilvægari.

Fabrico Werdum og Stipe Miocic berjast um titilinn í þungavigt í maí svo tímasetningin er auk þess fullkomin. Sigri Overeem er hann nánast öruggur um titilbardaga. Sigri Arlovski verður það annað hvort hann eða Dos Santos sem hreppa hnossið.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 18 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular