Friday, March 29, 2024
HomeErlentUppröðun bardaganna á UFC 205 er klár

Uppröðun bardaganna á UFC 205 er klár

Uppröðun bardaganna á UFC 205 er nú nokkurn veginn klár. Bardagakvöldið fer fram eftir rúmar tvær vikur og stefnir allt í eitt besta bardagakvöld allra tíma.

Það verða sex bardagar á aðalhluta bardagakvöldsins en vanalega eru aðeins fimm bardagar. Bardagakvöldið er það gott að Khabib Nurmagomedov, Michael Johnson, Frankie Edgar, Jeremy Stephens og Rashad Evans þurfa allir að sætta sig við að vera í upphitunarbardögum kvöldsins. Þetta verður í fyrsta sinn á  löngum ferli Rashad Evans í UFC (20 bardagar) sem hann er ekki á aðalhluta bardagakvöldsins. Ekki það að það skipti einhverju máli (allir munu horfa á allt) en það segir sitt um hve gott þetta bardagakvöld er.

Upphitunarbardagarnir eru ekki endilega í þessari röð en munu líklega ekki breytast mikið.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í léttvigt: Eddie Alvarez gegn Conor McGregor
Titilbardagi í veltivigt:
Tyron Woodley gegn Stephen Thompson
Titilbardagi í strávigt kvenna: Joanna Jedrzejczyk gegn Karolina Kowalkiewcz
Millivigt: Chris Weidman gegn Yoel Romero
Veltivigt: Kelvin Gastelum gegn Donald Cerrone
Bantamvigt kvenna: Miesha Tate gegn Raquel Pennington

Upphitunarbardagar:

Fjaðurvigt: Frankie Edgar gegn Jeremy Stephens
Léttvigt: Khabib Nurmagomedov gegn Michael Johnson
Millivigt: Tim Kennedy gegn Rashad Evans
Veltivigt: Vicente Luque gegn Belal Muhammad
Léttvigt: Jim Miller gegn Thiago Alves
Millivigt: Rafael Natal gegn Tim Boetsch
Bantamvigt kvenna: Liz Carmouche gegn Katlyn Chookagian

ufc-205

 

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular