Thursday, March 28, 2024
HomeErlentÚrslit UFC Fight Night: Bisping vs. Gastelum

Úrslit UFC Fight Night: Bisping vs. Gastelum

UFC var með bardagakvöld í Sjanghæ í Kína í dag. Bardagakvöldið fór fram snemma á íslenskum tíma en hér má sjá úrslit bardaganna.

Kelvin Gastelum mætti Michael Bisping í aðalbardaga kvöldsins. Bisping tók bardagann aðeins þremur vikum eftir tapið gegn Georges St. Pierre eftir að Anderson Silva datt út.

Gastelum náði sínum besta sigri á ferlinum þegar hann rotaði Michael Bisping í 1. lotu. Bisping lofaði því að hans næsti bardagi verði í London í mars og það verður hans síðasti bardagi á ferlinum.

Öll önnur úrslit má sjá hér að neðan:

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Millivigt: Kelvin Gastelum sigraði Michael Bisping með rothöggi eftir 2:30 í 1. lotu.
Veltivigt: Li Jingliang sigraði Zak Ottow með tæknilegu rothöggi eftir 2:57 í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Wang Guan sigraði Alex Caceres eftir klofna dómaraákvörðun.
Veltivigt: Alex Garcia sigraði Muslim Salikhov með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:22 í 2. lotu.

Upphitunarbardagar

Fjaðurvigt: Zabit Magomedsharipov sigraði Sheymon Moraes með uppgjafartaki (anaconda choke) eftir 4:30 í 3. lotu.
Veltivigt: Song Kenan sigraði Bobby Nash með tæknilegu rothöggi eftir 15 sekúndur í 1. lotu.
Strávigt kvenna: Yan Xiaonan sigraði Kailin Curran eftir dómaraákvörðun.
Fjaðurvigt: Song Yadong sigraði Bharat Kandare með uppgjafartaki (front choke) eftir 4:16 í 1. lotu.
Þungavigt: Shamil Abdurakhimov sigraði Chase Sherman með rothöggi eftir 1:24 í 1. lotu.
Bantamvigt kvenna: Gina Mazany sigraði Wu Yanan eftir dómaraákvörðun.
Hentivigt (148 pund): Rolando Dy sigraði Wuliji Buren eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Cyril Asker sigraði Hu Yaozong með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:33 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular