Tuesday, April 23, 2024
HomeForsíðaVar Gustafsson skallaður af Johnson?

Var Gustafsson skallaður af Johnson?

203_Alexander_Gustafsson.0.0Anthony Johnson sigraði Alexander Gustafsson með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu í Stokkhólmi um síðustu helgi og vann sér inn bardaga um léttþungavigtartitil UFC. Það lítur út fyrir að Johnson hafi ekki bara sent Gustafsson í gólfið með einu hægri handar höggi, heldur hafi hann kannski skallað Svíann líka.

Frá ákveðnum sjónarhornum lítur út fyrir að höfuð Johnson og Gustafsson skelli fast saman rétt eftir að hægri handar högg Johnson lendir á höfði Gustafsson. Vegna þessa hefur töluverð umræða sprottið upp á ýmsum samfélagsmiðlum um hvort það hafi verið höggið eða skalli sem sendi Gustafsson í gólfið.

Í þessu myndbandi virðist Johnson óvart skalla Gustafsson fast, rétt eftir að hafa lent hægri handa höggi.

GIF1 - Imgur

Frá þessu sjónarhorni sést Johnson lenda þungu hægri handar höggi og svo virðist höfuð hans rétt rekast í Gustafsson. Það virðist miklu meiri kraftur í högginu en skallanum.

GIF2 - Imgur

Frá þessu sjónarhorni sést Johnson lenda föstu höggi í höfuð Gustafsson og höfuð þeirra snertast varla, ef nokkuð. Það virðist því vera höggið sem sendir hann í gólfið.

GIF3 - Imgur

Þetta er sama sjónarhorn og í myndbandinu hér fyrir ofan. Hér virðist Johnson lenda hægri handar höggi og skalla Gustafsson svo óvart á næstum sama tíma. Það lítur út fyrir að skallinn og höggið sendi Gustafsson í gólfið.

GIF4 - Imgur

Frá þessu sjónarhorni sést Johnson lenda föstu höggi í höfuð Gustafsson og höfuð Johnson virðist fara í öxl Gustafsson.

Það er bannað samkvæmt reglum UFC að skalla andstæðinginn en í hita leiksins kemur þó stundum fyrir að höfuð skella saman fyrir slysni. Skallinn lítur alls ekki út fyrir að hafa verið viljaverk en þetta gæti verið ólöglegt högg sem hefur hugsanlega mikil áhrif á úrslit bardagans.

Þegar Gustafsson var spurður á blaðamannafundi eftir bardagann hvort hann hefði verið skallaður svaraði hann: „Nei, ég fann ekki fyrir neinum skalla… hvað veit ég?“

Dómarinn gerði enga athugasemd við atvikið þegar bardaginn fór fram svo það er ólíklegt að þessi uppgötvun hafi einhver áhrif á úrslit bardagans eftir á. Það er sjaldgæft að bardagamönnum sé refsað fyrir ólögleg högg ef þau gerast fyrir slysni, hvað þá eftir á. Það er líka afar erfitt að segja hvort það sé skalli, höggið eða þetta tvennt saman sem sendir Gustafsson í gólfið.

Oddur Freyr Þorsteinsson
Oddur Freyr Þorsteinsson
Greinahöfundur á MMAFréttir.is
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular