Saturday, April 20, 2024
HomeErlentYfirlýsing frá Jon Jones og hans liði

Yfirlýsing frá Jon Jones og hans liði

Eins og kom fram seint í gærkvöldi hefur Jon Jones fallið á lyfjaprófi. Eitthvað ólöglegt fannst í lyfjaprófi Jones sem tekið var daginn fyrir bardagann gegn Daniel Cormier.

Jon Jones sigraði Daniel Cormier á UFC 214 þann 29. júlí. Bardaginn markaði endurkomu hans eftir að hafa fallið á lyfjaprófi örfáum dögum fyrir UFC 200 í fyrra. Nú hefur hann aftur fallið á lyfjaprófi en USADA (sem sér um öll lyfjamál UFC) hefur ekki greint frá því hvert efnið er sem fannst í lyfjaprófinu.

Jon Jones og hans lið sendu frá sér stutta yfirlýsingu í nótt.

„Við erum gjörsamlega orðlaus núna. Jon, þjálfarar hans, næringafræðingur og allt liðið hafa unnið streitulaust og vandvirknislega síðustu 12 mánuði til að forðast nákvæmlega þessar aðstæður. Við ætlum að láta sýnin verða prófuð aftur til að kanna hvaðan efnin komu. Jon er eyðilagður yfir fréttunum og við munum gera það sem til þarf til að styðja hann,“ segir í yfirlýsingunni sem barst MMA Fighting.

Jones gæti átt von á löngu banni, jafnvel fjögurra ára banni, þar sem þetta er í annað sinn sem hann fellur á lyfjaprófi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular