0

Bardagi Demetrious Johnson og Ray Borg aftur bókaður á UFC 216

UFC hefur bókað titilbardagann í fluguvigt á milli þeirra Demetrious Johnson og Ray Borg á nýjan leik. Borg þurfti að draga sig úr áætluðum bardaga þeirra um síðustu helgi á UFC 215 vegna veikinda.

Ray Borg veiktist aðeins tveimur dögum fyrir bardagann á UFC 215 og fékk ekki leyfi frá læknum til þess að berjast. Ekki náðist að finna annan andstæðing fyrir ‘Mighty Mouse’ og fékk hann því ekki tækifæri á að setja nýtt met í UFC og verja titilinn sinn í 11. skipti eins og til stóð.

Nú hefur bardaginn verið settur saman að nýju og verður á UFC 216 í staðinn þann 7. október en Combate greindi fyrst frá. Þar verður bardaginn á dagskrá samhliða bardaga þeirra Tony Ferguson og Kevin Lee um bráðabirgðartitilinn í léttivigt. Ekki er ljóst hvor bardaganna verði aðalbardagi kvöldsins á þessari stundu.

Einnig hefur komið fram að samhliða samningaviðræðum um bardagann á UFC 216 hafi Demetrious Johnson fengið endurbættan samning við UFC.

Comments

comments

Arnþór Daði Guðmundsson

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.