Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaAf hverju ekki bara að leyfa frammistöðubætandi efni?

Af hverju ekki bara að leyfa frammistöðubætandi efni?

Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri lyfjaeftirlits Íslands, var gestur í nýjasta Tappvarpinu. Þar voru lyfjamál í MMA rædd ítarlega.

Meðal þess sem rætt var um í þættinum var hvers vegna öll þessi efni séu bönnuð. Ef öll frammistöðubætandi efni væru bara leyfð myndum við sennilega fá skemmtilegri viðburði og betri íþróttamenn. Auk þess eiga margir erfitt með að treysta kerfinu og telja að það verði aldrei hægt að stöðva notkun á ólöglegum frammistöðubætandi efnum.

Hvers vegna að vera í stöðugum eltingarleik að reyna að stoppa þetta?

„Stutta svarið er heilsufars sjónarmið. Sumt fólk veit ekki hversu mikinn skaða það er að gera líkamanum sínum. Það getur komið í ljós löngu seinna. Þú notar einhver efni og líður vel af því. Hvar eigum við svo að skilja á milli afreksstiga og hinna? Ætlum við að ala upp krakka á heilbrigðan hátt og sleppa þeim svo út í opin dauðan sem lyfin eru?“ segir Birgir.

„Svo er það bara mannlegt eðli að vilja sjá hversu langt líkaminn kemst. Við getum aldrei gert það ef við erum bara með þetta allt opið. Læknisfræðilega séð myndi það aldrei vera samþykkt að nota þessi efni, það er bara á hreinu. En ég hef oft heyrt fólk samt segja ‘mér finnst að það ætti að leyfa þetta allt, ég myndi aldrei gera þetta en ég vil bara sjá þetta vera leyft af því það eru allir á þessu hvort sem er’. En hvar eru þá mörkin? Er allt leyft? Á að setja einhvern þröskuld eða leyfa bara eins mikið magn og menn vilja? Það endar með ósköpum. Það er bara blóðbað, innvortis blóðbað, það er bara á hreinu.“

Jon Jones hefur oft verið í veseni með lyfjapróf.

 

Birgir segir að peningarnir hinu megin við borðið séu margfalt meiri en hjá lyfjaeftirlitum og því sé þetta oft erfiður eltingarleikur. Kerfið er ekki fullkomið en á endanum sé þetta spurning um heilsufar íþróttamanna.

„Vopnakapphlaupið sem það væri, það væri ennþá blóðugra held ég en það er í dag. Ég veit alveg að systemið er ekki perfect í dag, en þeir sem vilja keppa þeir geta verið clean og lifað lengur þar af leiðandi. Þeir eiga meiri möguleika eins og systemið er í dag þó það sé ekki fullkomið. Þetta er mitt sjónarmið á það í stuttu máli.

„Um hvað snýst þetta á endanum ef það á að leyfa allt? Hvað erum við að gera? Af hverju viljum við sjá tonn fara á loft frekar en 500 kg? What’s the point? Að einstaklingurinn ýtir sér svo langt að hann mun líklegast aldrei bíða þess bætur. Það er ekki hægt að taka eitthvað eins og með hormónin, anabólísku sterana, án þess að það séu aukaverkanir. En svo er bara spurning hvort að maður taki eftir þeim eða hvort þau komi í ljós strax eða löngu seinna.“

„Svo eru alltaf að koma nýjar og nýjar rannsóknir, eins og með anabólísku sterana, þá eru andlega aukaverkanirnar hvað alvarlegastar sem við vitum minnst um en það eru óafturkræfar breytingar á heilanum, vitsmunaskerðing. Stórir skammtar í langan tíma geta þynnt heilabörkinn, heilabörkurinn stjórnar vitsmunum mannsins, þú færð þetta ekki til baka.“

„Það er ekki gott fyrir samfélagið í heild sinni ef þetta yrði bara leyft. Þú ert bara með meiri kostnað fyrir heilbrigðiskerfið og bara vanhæfari einstaklinga í þjóðfélaginu. Við verðum bara að halda áfram að reyna að fræða ungt fólk um skaðsemina og reyna að fá íþróttamenn til að samþykkja það að keppa á jafnréttis grundvelli. Við að banna þetta af því þetta er hættulegt heilsunni, það er bottom line.“

Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular