0

Alex Oliveira: Olnboginn breytti öllu

Mynd af Instagram síðu Oliveira.

Alex Oliveira var nokkuð brattur við brasilíska fjölmiðla eftir tapið gegn Gunnari. Oliveira segist hafa þurft fleiri spor en áður var talið og að olnboginn hafi breytt öllu.

Alex Oliveira tapaði fyrir Gunnari Nelson á UFC 231 í Toronto um síðustu helgi. Gunnar kláraði Oliveira með hengingu í 2. lotu eftir að hafa blóðgað Oliveira illa með olnbogum. Oliveira fékk stóran skurð á ennið en þjálfari Oliveira greindi frá því að Oliveira hefði þurft 29 saumspor. Nú hefur Oliveira sagt að sporin hafi verið fleiri.

„38 saumspor. Þeir saumuðu 38 spor. En þetta er hluti af þessu er það ekki? Olnboginn breytti bardaganum algjörlega,“ sagði Alex Oliveira við MMA Fighting á dögunum.

Oliveira tappaði út eftir „rear naked choke“ hengingu í 2. lotu en segir að hann hafi í raun frekar tappað út eftir olnbogann.

„Hengingin var læst en ég var á lífi, ég var í lagi. Vandamálið var allt blóðið. Þegar ég setti höndina á ennið fann ég að allt var galopið, ég gat ekki séð neitt. Þó að ég hefði náð að lifa af lotuna hefði dómarinn sennilega ekki leyft mér að halda áfram.“

„Þetta tap var sigur fyrir mig. Við lærum einnig þegar við töpum. Ég er brattur eftir þetta og undirbý mig fyrir næsta bardaga. Ég get ekkert æft núna en ég á erfitt með að vera kyrr. Ég verð að gera eitthvað. Að tapa er hluti af leiknum, við vitum það. Olnboginn breytti öllu. Þetta var hans dagur, ekki minn og ég tek því.“

Oliveira þarf að taka sér hvíld í sex vikur samkvæmt læknisráði til að leyfa sárunum að jafna sig. Oliveira langar að snúa aftur í mars á næsta ári.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.